Indland Davíð Stefánsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Heimsókn Mike Pence Indland Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun