Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. september 2019 20:15 Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17