Falleg lömb í Hrútatungurétt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2019 12:30 Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sem var ánægður með lömbin í réttinni í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur
Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira