Falleg lömb í Hrútatungurétt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2019 12:30 Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sem var ánægður með lömbin í réttinni í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur
Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira