Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 08:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Mynd/Hörður Sveinsson. Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira