Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2019 19:00 Þótt Johnson hafi getað teymt þetta naut nærri Aberdeen í dag virðist hann ekki geta boðað til kosninga. AP/Andrew Milligan Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“ Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00