Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2019 11:09 Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd „Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
„Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu
Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira