„Maður er að missa von og drauma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2019 07:00 Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir starfar sem flugfreyja og förðunarfræðingur ásamt því að vera í háskólanámi. Vísir/Vilhelm Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Samúel Gunnarsson hafa síðustu ár reynt að eignast barn án árangurs. Gunnhildur segir mikilvægt fyrir pör í þessari stöðu að hlúa vel að hvort öðru og vera dugleg að tala saman. Eitt af hverjum sex pörum á barneignaraldri hér á landi glímir við ófrjósemisvandamál og gagnrýnir Gunnhildur litla greiðsluþátttöku íslenska ríkisins þegar kemur að tæknifrjóvgunum. „Við Samúel kynntumst í janúar árið 2016. Við kynntumst á Tinder og eftir tvær vikur að spjalli þá ákváðum við að hittast í kaffibolla. Stefnumótið heppnaðist vel svo að við héldum áfram að hittast. Hægt og rólega byrjuðum við að verða skotin í hvort öðru. Þetta var ótrúlega þægileg byrjun,“ segir Gunnhildur. Mjög fljótlega fóru þau að ræða um að eignast fjölskyldu í framtíðinni og hafa þau reynt það í þrjú ár. „Við byrjum svo að tala um barneignir í september 2016 því að þá var búið að vera uppi á borðinu sú staða að ég vissi í rauninni að ekki var allt með feldu hjá mér. Ég hafði verið send í blóðprufur áður og vissi að ég væri aldrei með egglos og það var búið að segja mér að ég væri með einkenni legslímuflakks.“ Í fyrra sambandi hafði Gunnhildur reynt í eitt ár að verða ófrísk án þess að það hefði gengið upp. „Við Samúel tókum þetta samtal því fyrr en við hefðum annars gert. Fljótlega upp úr því þá mátti þetta alveg gerast og læknirinn minn ákvað að við myndum bara sleppa öllum vörnum. Hann sagði að ef ekkert væri búið að gerast í febrúar árið eftir að þá myndi hann setja mig á lyf af því að ég væri búin að vera svo lengi án getnaðarvarna.“ Léttir að fá greiningu Í febrúar árið 2017 var Gunnhildur ekki orðin ófrísk og fór því að hitta lækninn aftur. „Þá setur hann mig á lyfjakúr til þess að koma tíðarhringnum í eðlilegt horf og til þess að framkalla egglos. En það kemur ekkert egglos. Ég prófaði lyfið áfram og þetta endar þannig að ég fæ ekkert egglos á meðan ég var á lyfinu. Mér leið auðvitað ekki mjög vel af því að ég var svona að vonast eftir því að þetta myndi verða aðeins auðveldara. Ég vissi af því að ég myndi örugglega þurfa aðstoð en ég var samt ekki undirbúin undir það hversu mikla aðstoð ég svo raunverulega þurfti.“ Gunnhildur hafði búist við því að það myndi duga henni að byrja á einhverjum lyfjum. „Að þetta yrði bara smá aðstoð í rauninni og svo yrði ég ófrísk. En það gekk ekki. Svo á endanum fór lyfið það illa í mig andlega og líkamlega að ég vildi hætta á því. Læknirinn samþykkti það.“ Þau héldu samt áfram að reyna að verða ófrísk. „Ég fékk samt egglos einu sinni en það gerðist samt ekkert í þeim tíðarhring heldur. Þetta varð mjög erfitt. Um haustið var ég send í svokallaða HSG rannsókn til þess að athuga hvort að legið væri eðlilegt í laginu og hvort eggjaleiðarar væru nokkuð stíflaðir. Þá var læknirinn oft og ítrekað búinn að sjá blöðrur á eggjastokkunum hjá mér.“ Gunnhildi er þá sagt að hún sé að öllum líkindum með PCOS eða fjölblöðrueggjastokksheilkenni. „Það var auðvitað léttir að fá greiningu en auðvitað ekki gott að fá hana.“ HSG er röntgenmynd af legi og eggjaleiðurum. Rannsóknin fer þannig fram að litarefni er sprautað inn í legið og út í gegnum eggjaleiðara og röntgenmynd tekin. „Maður mætir upp á Kvennadeild þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar taka á móti manni. Maður er settur í stórt röntgentæki og skuggaefni er sprautað upp í eggjastokkana, upp í legið og í gegnum eggjaleiðarana til þess að gá hvort að þeir séu stíflaðir. Fyrir sumar er þetta lítið mál, þær finna bara fyrir óþægindum. Fyrir mig var þetta aðeins meira mál og mér fannst þetta mjög vont.“ Gunnhildur segir að hugsanlega hafi stíflaður eggjaleiðari opnast í rannsókninni sem gæti útskýrt sársaukann sem hún upplifði. „Á meðan öllu þessu stendur er ég svo líka alltaf að fara reglulega í blóðprufur til þess að athuga hormónin.“ Samúel og Gunnhildur ásamt hundunum sínum.Mynd úr einkasafni Tóku sumarfrí frá lyfjunum Þau fá þær fréttir að rannsóknin hafi komið vel út og að legið sé alveg eðlilegt. „Eftir þetta var ég með of hátt prolactin hormón. Það kallast mjólkurhormónið og það er víst algengt að konur mælist hátt í því ef þær eru með hormónaójafnvægi. Ég var sett á lyf við því. Við tekur meiri bið og við reynum áfram um veturinn og það gengur ekki.“ Ferlið tók mjög mikið á andlega og líkamlega líðan Gunnhildar. Það var þá sem að þau byrjuðu að skoða hvaða fleiri kosti þau hefðu í stöðunni. „Þarna er komið 2018 og þetta er orðið virkilega erfitt. Við reyndum áfram fram á sumarið en ákváðum svo að taka okkur smá sumarfrí frá þessu. Við ákváðum svo að fara í viðtal hjá Íslenskri ættleiðingu um haustið. Viðtalið gekk mjög vel.“ Gunnhildur og Samúel byrjuðu þá að plana að þegar þau hefðu verið í skráðri sambúð í þrjú ár, myndu þau gifta sig og í kjölfarið stefna á ættleiðingu. „Í byrjun var ég ekki mjög opin fyrir tæknifrjóvgun eða glasameðferð þar sem ég var hrædd við það hvaða áhrif slíkt hefði á mig. Ég lét svo til leiðast og prófaði tæknifrjóvgun. Tæknisæðing er aðeins inngripsminni heldur en glasameðferð svo ég ákvað að prófa þetta fyrst til þess að sjá hvernig lyfin myndu fara í mig. Mig langaði alveg ofboðslega mikið að eignast barn en ég var ekki tilbúin að tapa bæði líkamlegri heilsu og geðheilsu fyrir það.“ Í undirbúningi fyrir tæknisæðinguna kom í ljós í skoðun að Gunnhildur var með stóra blóðblöðru. „Þau fara að setja saman einkennin hjá mér og eru nokkuð viss um að ég sé með legslímuflakk. Hún greinir mig þá með það eins mikið og er hægt að greina án aðgerðar en vildi ekki senda mig í aðgerðina strax.“ Tæknisæðingin gekk vel en því miður þá heppnaðist hún ekki og Gunnhildur varð ekki ófrísk. „Lyfin fóru samt miklu betur í mig en ég þorði að vona. Þegar það ferli er búið ákváðum við að fara í glasameðferð núna í haust. Við ætlum að prófa allavega einu sinni, hugsanlega oftar í uppsetningu ef að við fáum auka fósturvísa. Mögulega fer ég jafnvel í aðra glasameðferð ef að lyfin fara vel í mig. Ef að ekkert gengur hjá okkur í vetur ætlum við að fara á fullt í ættleiðingarferlið á næsta ári.“ Dýrmætt bónorð Í sumar trúlofaði parið sig í ferð til San Francisco. „Við vorum að labba á Lombard Street, blómagötunni svokölluðu. Hann fór á skeljarnar efst á þeirri götu. Ég bað hann að taka myndir af mér og hann var eins og sannkallaður „Instagram husband“ og fer svo skyndilega í bakpokann sinn og nær í hringinn. Mér fannst það ótrúlega dýrmætt að við hefðum trúlofað okkur og værum að plana brúðkaup, ekki bara af því að við værum í einhverju ættleiðingarferli, heldur bara af því að okkur langaði til að vera saman.“ Hún segir að það hafi verið gott að fá eitthvað jákvætt til að hugsa um, eftir ítrekuð vonbrigði síðustu þrjú ár. „Ef að glasameðferðir heppnast ekki þá erum við að hugsa um að gifta okkur mögulega á næsta ári, ef það gefst tími til þar sem ég var að byrja í fullu námi í miðlun og almannatengslum í Háskólanum á Bifröst. Ef allt heppnast og ég verð ófrísk þá bíðum við með brúðkaup þangað til 2021 eða 2022.“ Makinn með sömu tilfinningar Gunnhildur ráðleggur konum í sömu sporum að vera duglegar að tala við maka sinn eða einhvern nákominn. „Þetta er alveg ótrúlega erfitt og mikil sorg sem fylgir því. Síðast þegar við fórum í tæknifrjóvgunina þá var alveg ofboðslega mikil sorg þegar það tókst ekki. Maður var farinn að gefa sér ansi miklar vonir og við þurftum alveg aðeins að jafna okkur. Þetta er búið að taka alveg rosalega á. Þegar ég byrja á blæðingum eða tek neikvætt óléttupróf þá er alltaf eins og maður sé búinn að missa eitthvað. Sem maður er í rauninni að gera, maður er að missa von og drauma. “ Gunnhildur segir að hún sé ótrúlega heppin þegar kemur að stuðningi í þessu erfiða ferli sem oft geti verið mikill tilfinningalegur rússíbani. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hvort annað. Það má ekki gleyma að styðja makann sinn í þessu ferli vegna þess að þetta er líka erfitt fyrir hann. Þó að makinn sé kannski ekki að taka inn lyfin og geti ekki verið hýsillinn fyrir mögulegt fóstur að þá eru þeir samt að ganga í gegnum sömu tilfinningar og við. Það tekur líka á að sjá konuna sína í svona mikilli sorg. Við erum heppin með það hvað við erum gott lið. Við erum rosalega dugleg að tala saman og erum bestu vinir.“ Gunnhildur segir að þó að ferlið hafi verið erfitt hafi þetta styrkt sambandið þeirra mikið. „Þó að þetta hafi ekki gengið þá er ótrúlega dýrmætt fyrir mig að sjá að ég er með þessum góða manni og að sjá hvað við virkum vel saman.“ Samúel og Gunnhildur hafa reynt í þrjú ár að verða ófrísk.Mynd úr einkasafni Ummæli annarra stundum særandi Eins og margir í sömu stöðu fær Gunnhildur oft óumbeðin ráð, jafnvel frá fólki sem hún þekkir lítið sem ekkert. „Við höfum bara fengið stuðning og skilning frá okkar nánustu. En þegar ég hef opnað mig um þetta við annað fólk eða opnað á þessa umræðu þá höfum við fengið að heyra setningar eins og „þú þarft bara að slaka betur á og þá kemur þetta,“ og „frænka dóttur vinkonu minnar ættleiddi og þá varð hún ólétt.“ Svo hef ég líka heyrt að ég þurfi bara að fara í jóga“ segir Gunnhildur og hlær. „Svo hef ég heyrt að þurfi bara að laga mataræðið. Ég veit að það getur hjálpað og það er auðvitað eitthvað sem maður gerir í þessu ferli en það getur líka bara verið hægara sagt en gert þegar maður er að ganga í gegnum þessar tilfinningar. Svo hef ég líka fengið alls kyns ráð með vítamín og að einhver fjarskyld frænka einhvers hafi orðið ólétt af einhverju vítamíni.“ Gunnhildur segir að það sé skiljanlegt að fólk sem þekki ekki ófrjósemisvandamál af eigin raun eigi erfitt með að setja sig í þessu spor og viti jafnvel ekki hvað eigi að segja við hana. Sumar athugasemdirnar geti samt einfaldlega sært. „Ég er alls ekki að setja út á að fólk gefi ráð en vil að fólk hugsi út í það hvernig það er að gefa ráð, á hvaða tíma og hvort að það er í raun viðeigandi. Hvort að það sé ekki stundum bara betra að staldra aðeins við og sýna smá samkennd. Vegna þess að ég get lofað því að öll ráð sem fólk er að gefa manni hef ég áður gúgglað eða læknar eru áður búnir að segja mér frá þeim.“ Að hennar mati er mikilvægt að muna að maður veit ekkert alltaf hvað aðrir eru að ganga í gegnum og barnlaus pör eru oft að kljást við mikla erfiðleika og sorg sem aðeins þeirra allra nánustu vita af. „Það mætti oft vera meira tillit og það mætti oft vera meiri nærgætni í athugasemdum fólks. Ég geri mér grein fyrir því að móðurhlutverkið er erfitt hlutverk og reynir oft á. En það mætti alveg sleppa kaldhæðnum bröndurum um það hvað börnin manns séu óþolandi. Ég lenti einu sinni í því að hitta stelpu sem ég hafði ekki séð lengi og hún sagði að ég ætti ekkert að vera að eignast börn, það væri bara hundleiðinlegt að vera með svona lítið barn. Bætti svo við að hún hefði heyrt að ég hefði fengið mér hunda í stað þess að eignast börn. Það var alveg pínu sárt að heyra það. Allan tímann hélt hún á tveggja ára barninu sínu.“ Aprílgöbb á Facebook um óléttu og jafnvel birtingar af fölsuðum sónarmyndum er eitthvað sem sést reglulega og segir Gunnhildur að slíkt sé alveg ótrúlega óþarft og óviðeigandi. „Þú getur alveg platað þína nánustu og látið þá hlaupa apríl með einhverju öðru.“ Vísir/Vilhelm Hefði verið aðeins raunsærri „Ég hef lært af þessu mikið æðruleysi, að takast á við hlutina af meira æðruleysi og treysta því að þeir komi bara þegar þeir vilja koma. Ég er líka búin að læra meira inn á sjálfa mig og inn á sambandið okkar. Fyrir mér þá gerast hlutirnir bara eins og þeir eiga að gerast, þar með talið erfiðleikar. Það væri svolítið súrt að vita fyrirfram af öllum þeim erfiðleikum sem maður ætti eftir að standa frammi fyrir. Þetta er bara lífið og við tökumst öll á við mismunandi hluti.“ Ef að Gunnhildur væri að byrja í þessu ferli í dag og gæti gert allt aftur, myndi hún ekki breyta miklu nema kannski að undirbúa sig betur andlega. „Ég myndi aðeins gíra mig aðeins betur upp og hlúa aðeins betur að mér. Eins og ég er búin að gera fyrir þessa meðferð sem ég er að fara í núna í september. Ég myndi ekki heldur vera að gefa mér of miklar vonir til að byrja með, heldur vera aðeins raunsærri, þó að það sé auðvitað erfitt líka.“ Gunnhildur hefur jákvæða upplifun af Livio Reykjavík þar sem þau fóru í tæknisæðingu og eru að fara í glasameðferð. „Læknarnir eru að standa sig alveg ofsalega vel og eru auðvitað bara að gera allt sem í vegi sínum stendur til að aðstoða fólk í okkar stöðu. Það er því ekkert út á þá að setja eða þeirra aðferðir í raun. Mín reynsla er bara góð.“ Eitthvað öfugsnúið Eitt af því sem er erfitt við þetta ferli hjá pörum í þessari stöðu er kostnaðurinn sem fylgir. „Meðferðirnar, lyfin, rannsóknirnar og læknisheimsóknirnar hingað til hafa kostað um milljón,“ segir Gunnhildur um kostnaðinn við barneignarferlið sitt. „Það myndi auðvitað hjálpa ef að það væri meiri niðurgreiðsla frá ríkinu. Auðvitað finnst mér svolítið fáránlegt að það er til dæmis miklu meiri niðurgreiðsla á röntgenmyndatökum heldur en þessu. Þetta er eitthvað svo öfugsnúið. Auðvitað getur fólk sem er í þeirri stöðu leitað til stéttarfélaga en það eru ekkert allir hjá góðum stéttarfélögum. Það er því aðallega greiðslukerfið sem mætti breytast að mínu mati.“ Endi Gunnhildur og Samúel á því að ættleiða barn mun kostnaðurinn hækka töluvert. Samkvæmt gjaldskránni á vef Íslenskar ættleiðingar getur heildarkostnaðurinn í slíku ferli verið á bilinu 2,1 til 2,9 milljónir íslenskra króna fyrir utan kostnaðinn við umsóknina sjálfa. Fyrir hverja meðferð kaupa Gunnhildur og Samúel barnaflík til að minna sig á markmiðið.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að tala saman „Aðalmálið í svona ferli er bara að hlúa vel að sér og makanum sínum og sambandinu sínu. Einnig að umkringja sig fólki sem maður treystir og líður vel með. Þegar manni líður vel, að þá ræða þetta upphátt við aðra. Það er ekki sjálfgefið að fólk í þessari stöðu vilji opna sig um þetta og það ber að virða,“ svarar Gunnhildur aðspurð um ráð sem hún gæfi konum í sömu stöðu. „Ef að þig grunar að það sé eitthvað að, leitaðu þá læknis. Tölfræðin er sú að það getur tekið jafnvel mjög heilbrigð pör allt að ár að verða ófrísk. Umræðan þarf að opnast og hún hefur gert það að mínu mati. En núna eru kannski konur sem eru búnar að reyna í tvo mánuði orðnar stressaðar og það er heldur ekkert gott. Það er ekki gott að stressa sig á einhverju sem maður veit ekki hvort að verði vandamál. En ef að þú ert búin að upplifa verki og ert búin að reyna í marga mánuði án árangurs, leitaðu þá til læknis. Það er mikilvægt fyrir pör að tala mikið saman og svo auðvitað að taka ráðleggingum lækna. Ef ykkur lýst ekkert á ráðleggingarnar þá er alltaf hægt að fá annað álit.“ Sjálf hefur hún líka fundið mikinn stuðning hjá Tilveru samtökum um ófrjósemi, sem og í lokuðum hópum á Facebook hjá konum sem eru að upplifa svipaðar tilfinningar. „Ég er búin að leita mjög mikið til kvenna með sambærilega reynslu. Það eru tveir hópar á Facebook þar sem konur styðja við hver aðra í þessari baráttu. Ég hef líka lengi fylgst með Eyrúnu Thelmu sem talaði opinskátt um baráttu sína og mannsins síns við ófrjósemi ásamt tæknifrjóvgun, en það varð hvati fyrir mig til að opna sjálf á þessa umræðu. Svo tengdi ég líka ótrúlega mikið við söguna hennar Sölku Sólar. Það hefur sennilega hjálpað mér mest að tala við konur í sömu sporum og ég, að fá frá þeim samkennd og stuðning. Það hefur einnig hjálpað mér að hjálpa öðrum, það hefur dregið athyglina aðeins frá mínu vandamáli að hjálpa öðrum með þeirra vandamál.“ Gunnhildur með hundana sínaVísir/Vilhelm Ekki með vald yfir eigin líkama Þrátt fyrir mörg neikvæð óléttupróf síðustu ár eru Gunnhildur og Samúel samt bjartsýn á að þau verði foreldrar fljótlega, með einum eða öðrum hætti. „Þetta eru svona um 30 prósent líkur. Ég er alveg hóflega bjartsýn og ætla að leyfa vísindunum að sjá um þetta og vona það besta,“ segir Gunnhildur um glasameðferðina sem þau fara í núna um miðjan mánuðinn. Gunnhildur segir að það erfiðasta í þessu öllu saman sé þessi stöðuga óvissa. „Ef einhver hefði sagt við mig, þú verður ólétt eftir nokkur ár, hefði ég getað slakað á og beðið eftir því. En að vita ekki hvort eða hvenær þetta gerist og hafa einhvern vegin ekki vald yfir eigin líkama er erfitt. Maður hefur alla þessa ást að gefa. Nú erum við í ótrúlega góðri stöðu og fallegu og ástríku sambandi, eigum íbúð og erum í góðum störfum. Það er einhvern vegin svo leiðinlegt að geta ekki komið með þennan litla einstakling inn á heimilið og veitt honum alla þessa ást.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Samúel Gunnarsson hafa síðustu ár reynt að eignast barn án árangurs. Gunnhildur segir mikilvægt fyrir pör í þessari stöðu að hlúa vel að hvort öðru og vera dugleg að tala saman. Eitt af hverjum sex pörum á barneignaraldri hér á landi glímir við ófrjósemisvandamál og gagnrýnir Gunnhildur litla greiðsluþátttöku íslenska ríkisins þegar kemur að tæknifrjóvgunum. „Við Samúel kynntumst í janúar árið 2016. Við kynntumst á Tinder og eftir tvær vikur að spjalli þá ákváðum við að hittast í kaffibolla. Stefnumótið heppnaðist vel svo að við héldum áfram að hittast. Hægt og rólega byrjuðum við að verða skotin í hvort öðru. Þetta var ótrúlega þægileg byrjun,“ segir Gunnhildur. Mjög fljótlega fóru þau að ræða um að eignast fjölskyldu í framtíðinni og hafa þau reynt það í þrjú ár. „Við byrjum svo að tala um barneignir í september 2016 því að þá var búið að vera uppi á borðinu sú staða að ég vissi í rauninni að ekki var allt með feldu hjá mér. Ég hafði verið send í blóðprufur áður og vissi að ég væri aldrei með egglos og það var búið að segja mér að ég væri með einkenni legslímuflakks.“ Í fyrra sambandi hafði Gunnhildur reynt í eitt ár að verða ófrísk án þess að það hefði gengið upp. „Við Samúel tókum þetta samtal því fyrr en við hefðum annars gert. Fljótlega upp úr því þá mátti þetta alveg gerast og læknirinn minn ákvað að við myndum bara sleppa öllum vörnum. Hann sagði að ef ekkert væri búið að gerast í febrúar árið eftir að þá myndi hann setja mig á lyf af því að ég væri búin að vera svo lengi án getnaðarvarna.“ Léttir að fá greiningu Í febrúar árið 2017 var Gunnhildur ekki orðin ófrísk og fór því að hitta lækninn aftur. „Þá setur hann mig á lyfjakúr til þess að koma tíðarhringnum í eðlilegt horf og til þess að framkalla egglos. En það kemur ekkert egglos. Ég prófaði lyfið áfram og þetta endar þannig að ég fæ ekkert egglos á meðan ég var á lyfinu. Mér leið auðvitað ekki mjög vel af því að ég var svona að vonast eftir því að þetta myndi verða aðeins auðveldara. Ég vissi af því að ég myndi örugglega þurfa aðstoð en ég var samt ekki undirbúin undir það hversu mikla aðstoð ég svo raunverulega þurfti.“ Gunnhildur hafði búist við því að það myndi duga henni að byrja á einhverjum lyfjum. „Að þetta yrði bara smá aðstoð í rauninni og svo yrði ég ófrísk. En það gekk ekki. Svo á endanum fór lyfið það illa í mig andlega og líkamlega að ég vildi hætta á því. Læknirinn samþykkti það.“ Þau héldu samt áfram að reyna að verða ófrísk. „Ég fékk samt egglos einu sinni en það gerðist samt ekkert í þeim tíðarhring heldur. Þetta varð mjög erfitt. Um haustið var ég send í svokallaða HSG rannsókn til þess að athuga hvort að legið væri eðlilegt í laginu og hvort eggjaleiðarar væru nokkuð stíflaðir. Þá var læknirinn oft og ítrekað búinn að sjá blöðrur á eggjastokkunum hjá mér.“ Gunnhildi er þá sagt að hún sé að öllum líkindum með PCOS eða fjölblöðrueggjastokksheilkenni. „Það var auðvitað léttir að fá greiningu en auðvitað ekki gott að fá hana.“ HSG er röntgenmynd af legi og eggjaleiðurum. Rannsóknin fer þannig fram að litarefni er sprautað inn í legið og út í gegnum eggjaleiðara og röntgenmynd tekin. „Maður mætir upp á Kvennadeild þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar taka á móti manni. Maður er settur í stórt röntgentæki og skuggaefni er sprautað upp í eggjastokkana, upp í legið og í gegnum eggjaleiðarana til þess að gá hvort að þeir séu stíflaðir. Fyrir sumar er þetta lítið mál, þær finna bara fyrir óþægindum. Fyrir mig var þetta aðeins meira mál og mér fannst þetta mjög vont.“ Gunnhildur segir að hugsanlega hafi stíflaður eggjaleiðari opnast í rannsókninni sem gæti útskýrt sársaukann sem hún upplifði. „Á meðan öllu þessu stendur er ég svo líka alltaf að fara reglulega í blóðprufur til þess að athuga hormónin.“ Samúel og Gunnhildur ásamt hundunum sínum.Mynd úr einkasafni Tóku sumarfrí frá lyfjunum Þau fá þær fréttir að rannsóknin hafi komið vel út og að legið sé alveg eðlilegt. „Eftir þetta var ég með of hátt prolactin hormón. Það kallast mjólkurhormónið og það er víst algengt að konur mælist hátt í því ef þær eru með hormónaójafnvægi. Ég var sett á lyf við því. Við tekur meiri bið og við reynum áfram um veturinn og það gengur ekki.“ Ferlið tók mjög mikið á andlega og líkamlega líðan Gunnhildar. Það var þá sem að þau byrjuðu að skoða hvaða fleiri kosti þau hefðu í stöðunni. „Þarna er komið 2018 og þetta er orðið virkilega erfitt. Við reyndum áfram fram á sumarið en ákváðum svo að taka okkur smá sumarfrí frá þessu. Við ákváðum svo að fara í viðtal hjá Íslenskri ættleiðingu um haustið. Viðtalið gekk mjög vel.“ Gunnhildur og Samúel byrjuðu þá að plana að þegar þau hefðu verið í skráðri sambúð í þrjú ár, myndu þau gifta sig og í kjölfarið stefna á ættleiðingu. „Í byrjun var ég ekki mjög opin fyrir tæknifrjóvgun eða glasameðferð þar sem ég var hrædd við það hvaða áhrif slíkt hefði á mig. Ég lét svo til leiðast og prófaði tæknifrjóvgun. Tæknisæðing er aðeins inngripsminni heldur en glasameðferð svo ég ákvað að prófa þetta fyrst til þess að sjá hvernig lyfin myndu fara í mig. Mig langaði alveg ofboðslega mikið að eignast barn en ég var ekki tilbúin að tapa bæði líkamlegri heilsu og geðheilsu fyrir það.“ Í undirbúningi fyrir tæknisæðinguna kom í ljós í skoðun að Gunnhildur var með stóra blóðblöðru. „Þau fara að setja saman einkennin hjá mér og eru nokkuð viss um að ég sé með legslímuflakk. Hún greinir mig þá með það eins mikið og er hægt að greina án aðgerðar en vildi ekki senda mig í aðgerðina strax.“ Tæknisæðingin gekk vel en því miður þá heppnaðist hún ekki og Gunnhildur varð ekki ófrísk. „Lyfin fóru samt miklu betur í mig en ég þorði að vona. Þegar það ferli er búið ákváðum við að fara í glasameðferð núna í haust. Við ætlum að prófa allavega einu sinni, hugsanlega oftar í uppsetningu ef að við fáum auka fósturvísa. Mögulega fer ég jafnvel í aðra glasameðferð ef að lyfin fara vel í mig. Ef að ekkert gengur hjá okkur í vetur ætlum við að fara á fullt í ættleiðingarferlið á næsta ári.“ Dýrmætt bónorð Í sumar trúlofaði parið sig í ferð til San Francisco. „Við vorum að labba á Lombard Street, blómagötunni svokölluðu. Hann fór á skeljarnar efst á þeirri götu. Ég bað hann að taka myndir af mér og hann var eins og sannkallaður „Instagram husband“ og fer svo skyndilega í bakpokann sinn og nær í hringinn. Mér fannst það ótrúlega dýrmætt að við hefðum trúlofað okkur og værum að plana brúðkaup, ekki bara af því að við værum í einhverju ættleiðingarferli, heldur bara af því að okkur langaði til að vera saman.“ Hún segir að það hafi verið gott að fá eitthvað jákvætt til að hugsa um, eftir ítrekuð vonbrigði síðustu þrjú ár. „Ef að glasameðferðir heppnast ekki þá erum við að hugsa um að gifta okkur mögulega á næsta ári, ef það gefst tími til þar sem ég var að byrja í fullu námi í miðlun og almannatengslum í Háskólanum á Bifröst. Ef allt heppnast og ég verð ófrísk þá bíðum við með brúðkaup þangað til 2021 eða 2022.“ Makinn með sömu tilfinningar Gunnhildur ráðleggur konum í sömu sporum að vera duglegar að tala við maka sinn eða einhvern nákominn. „Þetta er alveg ótrúlega erfitt og mikil sorg sem fylgir því. Síðast þegar við fórum í tæknifrjóvgunina þá var alveg ofboðslega mikil sorg þegar það tókst ekki. Maður var farinn að gefa sér ansi miklar vonir og við þurftum alveg aðeins að jafna okkur. Þetta er búið að taka alveg rosalega á. Þegar ég byrja á blæðingum eða tek neikvætt óléttupróf þá er alltaf eins og maður sé búinn að missa eitthvað. Sem maður er í rauninni að gera, maður er að missa von og drauma. “ Gunnhildur segir að hún sé ótrúlega heppin þegar kemur að stuðningi í þessu erfiða ferli sem oft geti verið mikill tilfinningalegur rússíbani. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hvort annað. Það má ekki gleyma að styðja makann sinn í þessu ferli vegna þess að þetta er líka erfitt fyrir hann. Þó að makinn sé kannski ekki að taka inn lyfin og geti ekki verið hýsillinn fyrir mögulegt fóstur að þá eru þeir samt að ganga í gegnum sömu tilfinningar og við. Það tekur líka á að sjá konuna sína í svona mikilli sorg. Við erum heppin með það hvað við erum gott lið. Við erum rosalega dugleg að tala saman og erum bestu vinir.“ Gunnhildur segir að þó að ferlið hafi verið erfitt hafi þetta styrkt sambandið þeirra mikið. „Þó að þetta hafi ekki gengið þá er ótrúlega dýrmætt fyrir mig að sjá að ég er með þessum góða manni og að sjá hvað við virkum vel saman.“ Samúel og Gunnhildur hafa reynt í þrjú ár að verða ófrísk.Mynd úr einkasafni Ummæli annarra stundum særandi Eins og margir í sömu stöðu fær Gunnhildur oft óumbeðin ráð, jafnvel frá fólki sem hún þekkir lítið sem ekkert. „Við höfum bara fengið stuðning og skilning frá okkar nánustu. En þegar ég hef opnað mig um þetta við annað fólk eða opnað á þessa umræðu þá höfum við fengið að heyra setningar eins og „þú þarft bara að slaka betur á og þá kemur þetta,“ og „frænka dóttur vinkonu minnar ættleiddi og þá varð hún ólétt.“ Svo hef ég líka heyrt að ég þurfi bara að fara í jóga“ segir Gunnhildur og hlær. „Svo hef ég heyrt að þurfi bara að laga mataræðið. Ég veit að það getur hjálpað og það er auðvitað eitthvað sem maður gerir í þessu ferli en það getur líka bara verið hægara sagt en gert þegar maður er að ganga í gegnum þessar tilfinningar. Svo hef ég líka fengið alls kyns ráð með vítamín og að einhver fjarskyld frænka einhvers hafi orðið ólétt af einhverju vítamíni.“ Gunnhildur segir að það sé skiljanlegt að fólk sem þekki ekki ófrjósemisvandamál af eigin raun eigi erfitt með að setja sig í þessu spor og viti jafnvel ekki hvað eigi að segja við hana. Sumar athugasemdirnar geti samt einfaldlega sært. „Ég er alls ekki að setja út á að fólk gefi ráð en vil að fólk hugsi út í það hvernig það er að gefa ráð, á hvaða tíma og hvort að það er í raun viðeigandi. Hvort að það sé ekki stundum bara betra að staldra aðeins við og sýna smá samkennd. Vegna þess að ég get lofað því að öll ráð sem fólk er að gefa manni hef ég áður gúgglað eða læknar eru áður búnir að segja mér frá þeim.“ Að hennar mati er mikilvægt að muna að maður veit ekkert alltaf hvað aðrir eru að ganga í gegnum og barnlaus pör eru oft að kljást við mikla erfiðleika og sorg sem aðeins þeirra allra nánustu vita af. „Það mætti oft vera meira tillit og það mætti oft vera meiri nærgætni í athugasemdum fólks. Ég geri mér grein fyrir því að móðurhlutverkið er erfitt hlutverk og reynir oft á. En það mætti alveg sleppa kaldhæðnum bröndurum um það hvað börnin manns séu óþolandi. Ég lenti einu sinni í því að hitta stelpu sem ég hafði ekki séð lengi og hún sagði að ég ætti ekkert að vera að eignast börn, það væri bara hundleiðinlegt að vera með svona lítið barn. Bætti svo við að hún hefði heyrt að ég hefði fengið mér hunda í stað þess að eignast börn. Það var alveg pínu sárt að heyra það. Allan tímann hélt hún á tveggja ára barninu sínu.“ Aprílgöbb á Facebook um óléttu og jafnvel birtingar af fölsuðum sónarmyndum er eitthvað sem sést reglulega og segir Gunnhildur að slíkt sé alveg ótrúlega óþarft og óviðeigandi. „Þú getur alveg platað þína nánustu og látið þá hlaupa apríl með einhverju öðru.“ Vísir/Vilhelm Hefði verið aðeins raunsærri „Ég hef lært af þessu mikið æðruleysi, að takast á við hlutina af meira æðruleysi og treysta því að þeir komi bara þegar þeir vilja koma. Ég er líka búin að læra meira inn á sjálfa mig og inn á sambandið okkar. Fyrir mér þá gerast hlutirnir bara eins og þeir eiga að gerast, þar með talið erfiðleikar. Það væri svolítið súrt að vita fyrirfram af öllum þeim erfiðleikum sem maður ætti eftir að standa frammi fyrir. Þetta er bara lífið og við tökumst öll á við mismunandi hluti.“ Ef að Gunnhildur væri að byrja í þessu ferli í dag og gæti gert allt aftur, myndi hún ekki breyta miklu nema kannski að undirbúa sig betur andlega. „Ég myndi aðeins gíra mig aðeins betur upp og hlúa aðeins betur að mér. Eins og ég er búin að gera fyrir þessa meðferð sem ég er að fara í núna í september. Ég myndi ekki heldur vera að gefa mér of miklar vonir til að byrja með, heldur vera aðeins raunsærri, þó að það sé auðvitað erfitt líka.“ Gunnhildur hefur jákvæða upplifun af Livio Reykjavík þar sem þau fóru í tæknisæðingu og eru að fara í glasameðferð. „Læknarnir eru að standa sig alveg ofsalega vel og eru auðvitað bara að gera allt sem í vegi sínum stendur til að aðstoða fólk í okkar stöðu. Það er því ekkert út á þá að setja eða þeirra aðferðir í raun. Mín reynsla er bara góð.“ Eitthvað öfugsnúið Eitt af því sem er erfitt við þetta ferli hjá pörum í þessari stöðu er kostnaðurinn sem fylgir. „Meðferðirnar, lyfin, rannsóknirnar og læknisheimsóknirnar hingað til hafa kostað um milljón,“ segir Gunnhildur um kostnaðinn við barneignarferlið sitt. „Það myndi auðvitað hjálpa ef að það væri meiri niðurgreiðsla frá ríkinu. Auðvitað finnst mér svolítið fáránlegt að það er til dæmis miklu meiri niðurgreiðsla á röntgenmyndatökum heldur en þessu. Þetta er eitthvað svo öfugsnúið. Auðvitað getur fólk sem er í þeirri stöðu leitað til stéttarfélaga en það eru ekkert allir hjá góðum stéttarfélögum. Það er því aðallega greiðslukerfið sem mætti breytast að mínu mati.“ Endi Gunnhildur og Samúel á því að ættleiða barn mun kostnaðurinn hækka töluvert. Samkvæmt gjaldskránni á vef Íslenskar ættleiðingar getur heildarkostnaðurinn í slíku ferli verið á bilinu 2,1 til 2,9 milljónir íslenskra króna fyrir utan kostnaðinn við umsóknina sjálfa. Fyrir hverja meðferð kaupa Gunnhildur og Samúel barnaflík til að minna sig á markmiðið.Mynd úr einkasafni Mikilvægt að tala saman „Aðalmálið í svona ferli er bara að hlúa vel að sér og makanum sínum og sambandinu sínu. Einnig að umkringja sig fólki sem maður treystir og líður vel með. Þegar manni líður vel, að þá ræða þetta upphátt við aðra. Það er ekki sjálfgefið að fólk í þessari stöðu vilji opna sig um þetta og það ber að virða,“ svarar Gunnhildur aðspurð um ráð sem hún gæfi konum í sömu stöðu. „Ef að þig grunar að það sé eitthvað að, leitaðu þá læknis. Tölfræðin er sú að það getur tekið jafnvel mjög heilbrigð pör allt að ár að verða ófrísk. Umræðan þarf að opnast og hún hefur gert það að mínu mati. En núna eru kannski konur sem eru búnar að reyna í tvo mánuði orðnar stressaðar og það er heldur ekkert gott. Það er ekki gott að stressa sig á einhverju sem maður veit ekki hvort að verði vandamál. En ef að þú ert búin að upplifa verki og ert búin að reyna í marga mánuði án árangurs, leitaðu þá til læknis. Það er mikilvægt fyrir pör að tala mikið saman og svo auðvitað að taka ráðleggingum lækna. Ef ykkur lýst ekkert á ráðleggingarnar þá er alltaf hægt að fá annað álit.“ Sjálf hefur hún líka fundið mikinn stuðning hjá Tilveru samtökum um ófrjósemi, sem og í lokuðum hópum á Facebook hjá konum sem eru að upplifa svipaðar tilfinningar. „Ég er búin að leita mjög mikið til kvenna með sambærilega reynslu. Það eru tveir hópar á Facebook þar sem konur styðja við hver aðra í þessari baráttu. Ég hef líka lengi fylgst með Eyrúnu Thelmu sem talaði opinskátt um baráttu sína og mannsins síns við ófrjósemi ásamt tæknifrjóvgun, en það varð hvati fyrir mig til að opna sjálf á þessa umræðu. Svo tengdi ég líka ótrúlega mikið við söguna hennar Sölku Sólar. Það hefur sennilega hjálpað mér mest að tala við konur í sömu sporum og ég, að fá frá þeim samkennd og stuðning. Það hefur einnig hjálpað mér að hjálpa öðrum, það hefur dregið athyglina aðeins frá mínu vandamáli að hjálpa öðrum með þeirra vandamál.“ Gunnhildur með hundana sínaVísir/Vilhelm Ekki með vald yfir eigin líkama Þrátt fyrir mörg neikvæð óléttupróf síðustu ár eru Gunnhildur og Samúel samt bjartsýn á að þau verði foreldrar fljótlega, með einum eða öðrum hætti. „Þetta eru svona um 30 prósent líkur. Ég er alveg hóflega bjartsýn og ætla að leyfa vísindunum að sjá um þetta og vona það besta,“ segir Gunnhildur um glasameðferðina sem þau fara í núna um miðjan mánuðinn. Gunnhildur segir að það erfiðasta í þessu öllu saman sé þessi stöðuga óvissa. „Ef einhver hefði sagt við mig, þú verður ólétt eftir nokkur ár, hefði ég getað slakað á og beðið eftir því. En að vita ekki hvort eða hvenær þetta gerist og hafa einhvern vegin ekki vald yfir eigin líkama er erfitt. Maður hefur alla þessa ást að gefa. Nú erum við í ótrúlega góðri stöðu og fallegu og ástríku sambandi, eigum íbúð og erum í góðum störfum. Það er einhvern vegin svo leiðinlegt að geta ekki komið með þennan litla einstakling inn á heimilið og veitt honum alla þessa ást.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Helgarviðtal Viðtal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira