Baulað á heimaliðið í opnunarleik NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 11:30 Adrian Amos, varnarmaður Green Bay Packers, er hér búinn að stela sendingu og nánast tryggja sigur síns liðs á móti Chicago Bears í nótt. Getty/Jonathan Daniel Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20. Bandaríkin NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur á móti Chicago Bears í opnunarleik NFL-tímabilsins á Soldier Field í Chicago í nótt en hundraðasta tímabil ameríska fótboltans hófst með leik á milli fornfrægustu félaga deildarinnar. Green Bay Packers sýndi styrk sinn og þá sérstaklega í vörninni í 10-3 sigri en leikmenn heimaliðsins í Chicago Bears komust lítið áfram gegn Packers vörninni. Svo illa leit sóknarleikur Chicago Bears út í þessum leik að áhorfendur í Chicago bauluðu hátt á leikmenn sína eftir hverja vonbrigðasóknina á fætur annarri. 3 stig á heimavelli í leik þegar liðinu var spáð sigri er eitthvað sem fólkið í Chicago sætti sig alls ekki við.Former Bear Adrian Amos comes up with the end zone interception! @_SmashAmos31#GoPackGo : NBC : NFL App // Yahoo Sports // https://t.co/VF2AxoC5r2pic.twitter.com/ssUdV434LZ — NFL (@NFL) September 6, 2019 Mitchell Trubisky, leikstjórnandi Chicago Bears, leit ekki vel út í þessum leik og margir kenndu því um að hann spilaði aðeins þrjár sóknir á öllu undirbúningstímabilinu. Hann sjálfur þvertók hins vegar fyrir það í viðtölum eftir leikinn. Aðeins 26 af 45 sendingar Mitchell Trubisky heppnuðust í leiknum og sendingar hans fóru aðeins 228 jarda. Trubisky kastaði boltanum líka frá sér þegar hann reyndi að troða honum á mann í vonlausri stöðu. Gamla brýnið Jimmy Graham skoraði eina snertimark leiksins í öðrum leikhluta eftir leiftursókn og flotta sendingu í boði Aaron Rodgers. Þessi sókn var frábær en annars var lítið að frétta í sóknarleik liðanna nær allan leikinn.FINAL: The @packers WIN the #NFL100 season opener! #GoPackGo (by @Lexus) pic.twitter.com/GulV1W92mC — NFL (@NFL) September 6, 2019 NFL deildin heldur áfram á sunnudaginn og þá verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Sá fyrri er leikur Jacksonville Jaguars og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 17.00 en sá síðari er leikur Dallas Cowboys og New York Giants sem hefst klukkan 20.20.
Bandaríkin NFL Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Sjá meira