„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2019 19:30 Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“ Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Augljós tilgangur heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands hafi meðal annars verið að senda Kínverjum skýr skilaboð. Þótt efnahags- og viðskiptamál hafi verið í brennidepli á fundi utanríkisráðherra og varaforseta Bandaríkjanna í gær hafa öryggis- og varnarmál jafnframt verið fyrirferðarmikil í umræðunni. Áform um uppbyggingu og viðhald á mannvirkjum á varnarsvæðinu í Keflavík hafa vakið óhug meðal hernaðarandstæðinga sem óttast margir hverjir aukin hernaðarumsvif við Ísland. „Það er ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli,“ segir Albert. Aðeins sé um að ræða viðhald og endurnýjun á mannvirkjum. „Það sem á sér stað er viðhald og endurnýjun á flughlöðum og akstursbrautum og búnaði tengdu því og það er verið líka að gera breytingar á flugskýli vegna þess að það er verið að taka í notkun nýja tegund af kafbátaleitarvélum.“Lykilforsendur fyrir hersetu löngu brostnar Hann telur langsótt að halda því fram að föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi verði aftur að veruleika eins og sakir standa nú. „Lykilforsendur [fastrar viðveru Bandaríkjahers] eru ekki á Norðurslóðum, þær eru á meginlandi Evrópu. Og þær hurfu, forsendur fyrir herstöð á Íslandi hurfu með kalda stríðinu og með Sovétríkjunum og Rússland er ekki og verður ekki arftaki Sovétríkjanna,“ útskýrir Albert. Hins vegar hafi Ísland áfram ákveðna hernaðarlega þýðingu, en miklu almennari en áður. „Sem tengist ákveðnum stuðningi við hugsanlegar, en mjög ólíklegar auðvitað, hernaðaraðgerðir í Norðurhöfum eða átök þar.“ Að mati Alberts virðist sem fleira en öryggis- og varnarsamvinna og viðskiptasamband Íslands og Bandaríkjanna hafi verið varaforsetanum ofarlega í huga. „Það virðist sem megin tilgangur heimsóknar varaforsetans frá hans bæjardyrum séð var að senda Kínverjum skilaboð, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma.“
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira