Geggjað að gönna Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. september 2019 07:00 Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég breytti ferðavenjum mínum í sumar. Skellti mér á rafmagnshlaupahjól og legg núna bílnum langt í burtu og þeysist um með myljandi þungarokk í eyrunum fram hjá umferð sem hreyfist á hraða snigilsins. Þetta er algjör snilldar ferðamáti en ofboðslega vona ég að aðrir fari ekki að apa eftir mér og þeim fáu sem geta skilið bílinn eftir, því Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þeim sem vilja og geta skilið bílinn eftir. Göngu- og hjólastígar eru flestir þröngir, hrikalega illa farnir og ósléttir með djúpum holum. Með haustinu, þegar rigningin bætist við, myndast pollar af því að ódýrasta tilboðinu var tekið. Og af því að ég vinn í miðbænum þá er nú ekki um auðugan rafmagnshjólagarð að gresja. Þar er maður eiginlega bara fyrir. Það heyrist stundum eitthvað frá stjórnmálamönnum borgarinnar um að það þurfi að breyta ferðavenjum og fleiri þurfi að taka strætó eða hjóla eða eitthvað þannig. Sem er fínt hjal en ekkert meir. Af hverju ætti maður að taka strætó sem situr í sömu umferðarsúpu og aðrir á einkabílnum? Af hverju ætti maður að skilja bílinn eftir þegar maður þarf að hjóla á stígum sem eru svo illa gerðir að það er borginni til skammar og svona er lengi hægt að telja. Því biðla ég til þeirra sem eru orðnir leiðir á að vera 70-90 mínútur heim til sín. Ekki gefast upp þó að þið vitið öll að þetta mun aldrei lagast. En bara ekki breyta ferðavenjum. Það er geggjað að gönna, eins og það heitir víst, á hlaupahjólinu sínu um hólótta og vonlausa en tóma stígana. Stígarnir verða fyrst stórhættulegir ef fleiri fara að nota þá.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar