Flaggar við öll tilefni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. september 2019 06:45 Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira