Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir „óásættanlegt“ að kjarnorkuþjóðir banni Tyrkjum að koma sér upp sínum eigin kjarnavopnum. Hann lýsti þó ekki yfir hvort að tyrknesk stjórnvöld ætluðu sér að komast yfir þau.
Ummælin lét forsetinn falla á fundi með flokksfélögum sínum í borginni Sivas, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fullyrti hann ranglega að engin þróuð ríki byggju ekki yfir kjarnavopnum.
„Sum lönd eru með flugskeyti með kjarnaoddum, ekki eitt eða tvö. En við megum ekki fá þau. Ég get ekki sætt mig við þetta,“ sagði Erdogan.
Tyrkir eru aðilar að alþjóðlegum sáttmála um að stöðva útbreiðslu kjarnavopna og banni við tilraunum með kjarnavopn. Erdogan vísaði hins vegar til hættu sem Tyrkjum starfi af kjarnavopnum Ísraela.
„Við erum með Ísrael í nágrenninu, næstum því nágranna. Þeir hræða með því að eiga þau. Enginn getur snert þá,“ sagði tyrkneski forsetinn.
Erdogan mótmælir því að Tyrkir fái ekki að koma sér upp kjarnavopnum
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
