Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2019 21:07 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. VÍSIR/ANTON Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00