Móttökurnar í Höfða „ógeðslegt kjass“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:00 Mótmælendurnir báru eld að bandaríska fánanum í fjörunni við Höfða. Ólíklegt verður að teljast að eldurinn hefði getað breiðst út. Benjamin Julian Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46
Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33