Málverkið af Bjarna ekki í fundarherberginu fræga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 15:30 Fundarherbergið fræga í Höfða í dag. Stólarnir og borðið eru enn á sínum stað en búið að fjarlægja myndina af Bjarna af veggnum. Í staðinn er málverk eftir Ásgrím Jónsson. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu: Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu:
Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09
Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12