Einelti í skólum að aukast á ný Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. Fréttablaðið/Eyþór Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunárunum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæmlega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal annars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri réttar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur eineltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þorlákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira