Uppsagnir á auglýsingastofunni Brandenburg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:51 Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Brandenburg. Fréttablaðið/ernir Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar. Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fjórum starfsmönnum var sagt upp störfum á auglýsingastofunni Brandenburg í liðinni viku. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir fyrirtækið finna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu eins og aðrir. „Það hafa fleiri stofur verið að segja upp fólki. Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er alveg ljóst, og við þurfum að bregðast við því. Okkar aðalkostnaður er launakostnaður þannig að það er eina leiðin sem við getum brugðist við. Þetta er bara þannig bransi. Þegar það gengur vel þá stækka stofurnar og þegar það samdráttur þá minnka stofurnar,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Íslandsbanki var stór viðskiptavinur hjá Brandenburg en í síðustu viku var greint frá því að bankinn væri hættur föstu samstarfi um auglýsingar. Aðspurður hvort að það hafi haft áhrif, til dæmis í tengslum við uppsagnirnar, svarar Ragnar því játandi. „Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Það eru sveiflur í þessu eins og öðru. Þegar stórir viðskiptavinir eru að færa sig þá myndast samdráttur hjá stofunum sem að skapar auðvitað líka tækifæri fyrir stærri kúnna, þegar losnar um einn þá er laust pláss fyrir annan.“Miklar áhyggjur af því ef RÚV fer af auglýsingamarkaði Ragnar segir að fólk í auglýsingabransanum hafi svo áhyggjur af því ef það á að fara að sauma enn frekar að bransanum, til dæmis með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði. „Það verður mikið högg fyrir skapandi greinar, auglýsingastofur og framleiðslufyrirtæki. Þá má búast við enn frekari samdrætti í auglýsingabransanum. Stærri fyrirtæki og bara öll fyrirtæki eru ekki að fara að leggja út í sjónvarpsauglýsingar ef miðlunum er að fækka,“ segir Ragnar.Þú hefur ekki trú á því að þau færi sig yfir á Stöð 2, sporstöðvarnar eða sjónvarp símans? „Nei, erlendar rannsóknir sýna það bara að það mun færast til San Fransisco, það fer bara á Google, Facebook, samfélagsmiðla og netið. Eftir því sem ljósvakamiðlunum fækkar því færri kostir eru fyrir auglýsandann að réttlæta það að fara út í sjónvarpsauglýsingagerð og nýta þessa miðla. Það er stærsta áhyggjuefnið sem við stöndum frammi fyrir okkur núna. Ef RÚV verður tekið út af auglýsingamarkaði mun það þýða enn meiri samdrátt hjá auglýsingastofunum og framleiðslufyrirtækjunum sérstaklega sem skipta gríðarlega miklu máli. Þetta eru mörg störf og mikið af fólki sem er að vinna við kvikmyndagerð og erlenda kvikmyndagerð og byggja upp þekkingu á þessu sviði. Það væri alveg hrikalegt ef sá bransi leggst af hreinlega,“ segir Ragnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Markaðir Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira