„Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2019 11:00 Eliza Reid, forsetafrú, ásamt eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni, þegar 100 ára afmæli fullveldis Íslands var fagnað í desember síðastliðnum. vísir/vilhelm Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kveðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, þótt hún sé að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Elizu en þar deilir hún skoðanagrein frá Zoe Williams, pistlahöfundi fyrir The Guardian, sem ber yfirskriftina The G7 was the final straw – world leaders‘ wives should refuse to travel with their spouses. Titilinn mætti þýða sem „G7-fundurinn var kornið sem fyllti mælinn – eiginkonur þjóðarleiðtoga ættu að hætta að ferðast með eiginmönnum sínum.“Orð Donald Tusk um eiginkonurnar segja mikið Í greininni gagnrýnir Williams það hvernig fjallað er um eiginkonur þjóðarleiðtoga þegar þær fara með þeim í erindagjörðir á borð við leiðtogafundi líkt og fundur G7-ríkjanna er. Í greininni leggur hún út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, deildi á Instagram. Tusk birti stutt myndskeið sem sýndi bök þeirra Melaniu Trump, Brigitte Macron, Malgorzata Tusk og Akie Abe. Undir myndskeiðið skrifaði hann: „Melania, Brigitte, Malgosia og Akie – ljósa hlið kraftsins.“ „Þetta eru orð sem segja svo mikið: þessar konur eru sumarið við veturinn sem við mennirnir eru, viðkvæmnin við styrk okkar, ljósa hlið kraftsins okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem mig langaði til að fara úr ESB,“ skrifar Williams. View this post on InstagramMelania, Brigitte, Małgosia and Akie - The light side of the Force. Jasna strona Mocy. #G7Biarritz A post shared by Donald Tusk (@donaldtusk) on Aug 25, 2019 at 9:33am PDT„En bíddu, er ég ekki ein af þessum konum? Já og nei“ Íslenska forsetafrúin segir að greinin hafi snert streng hjá henni. Hún ritar Facebook-færslu sína á ensku og biðst afsökunar að hafa hana ekki líka á íslensku en segir að hún geti ekki skrifað það sem hún vilji segja um málið eins vel á íslensku og ensku. Þýðing á orðum hennar er því blaðamanns. Eliza segir að grein Williams lýsi því svo vel hvernig konum þjóðarleiðtoga er oft lýst fyrst út frá fötunum þeirra eða „kvenlegum“ eiginleikum. Hún kveðst hjartanlega sammála því að á 21. öldinni sé hægt að gera betur en að gera ráð fyrir því að eiginkonur þjóðarleiðtoga hafi ekkert annað við tíma sinn að gera en þramma á eftir eiginmönnum sínum, kíkja á listasöfn, heimsækja börn eða horfa á útsýnið á meðan eiginmenn þeirra sjá um alvarlegu málin. Eliza spyr sig svo hvort hún sé ekki ein af þessum konum og svarar því bæði neitandi og játandi. Vissulega hafi hún ferðast með Guðna en hún muni ekki eftir því að hafa farið með honum á ráðstefnur eða fundi. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifar Eliza.Ekki handtaska eiginmannsins sem hann grípur með sér á leiðinni út Hún lýsir því svo hvernig hún reyni að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Eliza segir svo að aftur á móti megi ekki dæma ástæður þess að eiginkonurnar ákveða að sækja tiltekna viðburði. „Ef þær eru þarna vegna þess að þær völdu það sjálfar til þess að eyða meiri tíma með eiginmönnunum, hitta gamla vini, sjá og upplifa nýja staði, tala fyrir málstað eða hönnuði, þá segi ég gott hjá þeim. En þegar samfélagið gerir ráð fyrir því að nærvera þessara kvenna sem voru ekki kosnar í þetta ólaunaða hlutverk sé bara til sýnis fyrir málefni ríkisins þá er kominn tími til að endurskoða væntingar okkar og það hvernig við skynjum þessa félaga sem venjulega eru konur.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú, segir að sér þyki það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur séu álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kveðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, þótt hún sé að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Elizu en þar deilir hún skoðanagrein frá Zoe Williams, pistlahöfundi fyrir The Guardian, sem ber yfirskriftina The G7 was the final straw – world leaders‘ wives should refuse to travel with their spouses. Titilinn mætti þýða sem „G7-fundurinn var kornið sem fyllti mælinn – eiginkonur þjóðarleiðtoga ættu að hætta að ferðast með eiginmönnum sínum.“Orð Donald Tusk um eiginkonurnar segja mikið Í greininni gagnrýnir Williams það hvernig fjallað er um eiginkonur þjóðarleiðtoga þegar þær fara með þeim í erindagjörðir á borð við leiðtogafundi líkt og fundur G7-ríkjanna er. Í greininni leggur hún út af mynd sem Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, deildi á Instagram. Tusk birti stutt myndskeið sem sýndi bök þeirra Melaniu Trump, Brigitte Macron, Malgorzata Tusk og Akie Abe. Undir myndskeiðið skrifaði hann: „Melania, Brigitte, Malgosia og Akie – ljósa hlið kraftsins.“ „Þetta eru orð sem segja svo mikið: þessar konur eru sumarið við veturinn sem við mennirnir eru, viðkvæmnin við styrk okkar, ljósa hlið kraftsins okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem mig langaði til að fara úr ESB,“ skrifar Williams. View this post on InstagramMelania, Brigitte, Małgosia and Akie - The light side of the Force. Jasna strona Mocy. #G7Biarritz A post shared by Donald Tusk (@donaldtusk) on Aug 25, 2019 at 9:33am PDT„En bíddu, er ég ekki ein af þessum konum? Já og nei“ Íslenska forsetafrúin segir að greinin hafi snert streng hjá henni. Hún ritar Facebook-færslu sína á ensku og biðst afsökunar að hafa hana ekki líka á íslensku en segir að hún geti ekki skrifað það sem hún vilji segja um málið eins vel á íslensku og ensku. Þýðing á orðum hennar er því blaðamanns. Eliza segir að grein Williams lýsi því svo vel hvernig konum þjóðarleiðtoga er oft lýst fyrst út frá fötunum þeirra eða „kvenlegum“ eiginleikum. Hún kveðst hjartanlega sammála því að á 21. öldinni sé hægt að gera betur en að gera ráð fyrir því að eiginkonur þjóðarleiðtoga hafi ekkert annað við tíma sinn að gera en þramma á eftir eiginmönnum sínum, kíkja á listasöfn, heimsækja börn eða horfa á útsýnið á meðan eiginmenn þeirra sjá um alvarlegu málin. Eliza spyr sig svo hvort hún sé ekki ein af þessum konum og svarar því bæði neitandi og játandi. Vissulega hafi hún ferðast með Guðna en hún muni ekki eftir því að hafa farið með honum á ráðstefnur eða fundi. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifar Eliza.Ekki handtaska eiginmannsins sem hann grípur með sér á leiðinni út Hún lýsir því svo hvernig hún reyni að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Eliza segir svo að aftur á móti megi ekki dæma ástæður þess að eiginkonurnar ákveða að sækja tiltekna viðburði. „Ef þær eru þarna vegna þess að þær völdu það sjálfar til þess að eyða meiri tíma með eiginmönnunum, hitta gamla vini, sjá og upplifa nýja staði, tala fyrir málstað eða hönnuði, þá segi ég gott hjá þeim. En þegar samfélagið gerir ráð fyrir því að nærvera þessara kvenna sem voru ekki kosnar í þetta ólaunaða hlutverk sé bara til sýnis fyrir málefni ríkisins þá er kominn tími til að endurskoða væntingar okkar og það hvernig við skynjum þessa félaga sem venjulega eru konur.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira