Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 08:30 Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. AP/Sue Ogrocki Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25