Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2019 06:15 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels