Í hópi þeirra bestu Jón Atli Benediktsson skrifar 2. september 2019 08:00 Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar