Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 1. september 2019 21:00 Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu. Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu.
Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54