Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Björn Þorfinnsson skrifar 19. september 2019 06:15 Eiríkur baðst einn afsökunar á umfjöllun sinni um málið. Fréttablaðið/Valli Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira