Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Ari Brynjólfsson skrifar 19. september 2019 06:45 Formaður segir byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi vera langt komna. Fréttablaðið/Anton Brink Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira