Ólympískar skattahækkanir Katrín Atladóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar