Hverju gæti hugarfar grósku breytt? Ragnheiður Aradóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hugarfar er magnað fyrirbæri. Það er eitt kraftmesta verkfæri sem við manneskjurnar höfum og það magnaða við það er að við höfum vald yfir hugarfarinu okkar. Það krefst þó nokkurrar þjálfunar að hafa gott vald yfir eigin hugarfari. Í jákvæðri sálfræði er sérstaklega fjallað um tvennslags hugarfar. Annars vegar hugarfar festu og hins vegar hugarfar grósku. Hugarfar þitt hefur áhrif á hvernig þú lifir lífi þínu, segir Carol S. Dweck höfundur metsölubókarinnar Mindset. Hugarfar festu byggir á því að eiginleikar okkar og hæfileikar séu fasti sem við getum ekki breytt. Þannig leiðir hugarfar festu til þess að fólk forðast áskoranir, sér hindranir sem óyfirstíganlegar og gefst auðveldlega upp. Það álítur að það að þurfa að reyna á sig hafi ekki tilgang, líta á gagnrýni sem niðurrif og finnst þeim virkilega ógnað af þeim sem eru betri eða ná árangri. Mögulega öfundast þeir út í þá sem ná árangri og gera lítið úr þeim. Útkoman er því oft að þetta fólk nýtir ekki hæfileika sína til að ná þeim árangri og þeirri lífsfyllingu sem það gæti náð. Það er mikil sóun á hæfileikum og lífshamingju. Hugarfar grósku byggir á því að eiginleikar okkar séu breytanlegir þ.e. að við getum haft áhrif á þá. Þeir sem hafa þetta hugarfar fagna áskorunum, finnst gaman að takast á við þær, sjá tilgang í að leggja eitthvað á sig og sjá það sem leiðina að árangri og vellíðan. Viðkomandi tekur leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og hlustar eftir tækifærum til að læra og bæta sig. Sá sem er með hugarfar grósku sækir í og nærist í nærveru þeirra sem ná árangri og lítur á árangur sem smitandi. Útkoman er því oft að þetta fólk nær meiri ánægju og árangri út úr lífinu því það nýtir hæfileika sína vel, öðlast meiri lífsfyllingu og er hamingjusamara. Hvað hefur þetta allt með árangur fyrirtækja að gera? Árangur fyrirtækja byggir að stærstum hluta á mannauði fyrirtækisins því það er sú breyta sem getur skapað fyrirtæki samkeppnisforskot. Helgun í starfi skiptir þar sköpum. Hvað er helgun og hvernig tengist hún hugarfari grósku? Helgun í starfi er orðin forgangsfókus hjá stjórnendum í hinu hraða hagkerfi nútímans, stjórnendur vita að helgun í starfi hefur mikil áhrif á árangur starfsmanna og að hún er nauðsynleg til vaxtar og þess að lifa af í samkeppninni. Niðurstöður af rannsókn á vegum Harward Business Review sýna að helgun í starfi hefur áhrif á frumkvæði og lausnamiðaða hugsun starfsmanna sem hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja. Af þessu má draga þá ályktun að fólk með gróskuhugarfar gefst síður upp, sér ný tækifæri og hugsar út fyrir boxið. Mögulega má draga þá ályktun að þeir sem hafa hugarfar grósku séu líklegri til að vera helgaðir í starfi og huga jafnframt að eigin velferð. Með þjálfun má efla og fjölga þeim sem hafa hugarfar grósku að leiðarljósi. Draga má þá ályktun að hugarfar grósku á meðal starfsfólks gæti því breytt árangri fyrirtækis úr því að vera góður í að vera framúrskarandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun