Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 15:55 Olíuverð hækkaði um allt að 20% í kjölfar árásanna í Sádi-Arabíu en hækkunin hefur síðan gengið til baka. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15