Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira