Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:21 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/AP Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira