Ráðlagt að kaupa oxycontin á svörtum markaði fyrir son sinn: „Dagurinn kostar fimmtíu þúsund“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. september 2019 19:15 Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa. Akureyri Fíkn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa.
Akureyri Fíkn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira