„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15
Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58