Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 13:46 Haraldur sagði að lögreglumenn yrðu að hætta að karpa sína á milli í fjölmiðlum. Áslaug Arna segir ástandið óásættanlegt. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent