Skólinn okkar – Skýrsla Innri endurskoðunar Sævar Reykjalín skrifar 16. september 2019 09:49 Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar