Gullklósetti stolið af fæðingarstað Churchill Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 21:14 Klósettið var fullkomlega nothæft áður en því var stolið. Vísir/Ap 18 karata gullklósetti var stolið úr Blenheim-höllinni í Oxfordskíri í Bretlandi í gær. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um skilvirkni öryggiskerfi hallarinnar. Höllin er meðal annars fæðingarstaður Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Dominic Hare, framkvæmdastjóri Blenheim-hallarinnar, segir að þjófagengi hafi á skömmum tíma tekist að brjótast inn í höllina og flytja klósettið, sem er metið á allt að 750 milljónum íslenskra króna, á brott. Hare segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um hvort öryggiskerfi Blenheim-hallarinnar sé nógu skilvirkt og að farið verði ofan í kjölinn á því hvort eitthvað megi bæta í þeim efnum. Skapari klósettsins, listamaðurinn Mauritzio Cattelan segir af og frá að um brellu til þess að vekja athygli á verki hans sé að ræða. „Ég vildi óska þess að þetta væri hrekkur,“ hefur BBC eftir honum. „Þegar ég vaknaði við þessar fréttir hélt ég að þetta væri grín. Hver er nógu heimskur til þess að stela klósetti? Ég gleymdi því í smá stund að það er gert úr gulli,“ sagði Cattelan. Verkið, þ.e. klósettið, hlaut nafngiftina America og fór í sýningu í höllinni síðasta fimmtudag. Klósettið er hluti af stærri sýningu eftir Cattelan. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við þjófnaðinn á klósettinu og er nú í haldi lögreglunnar á svæðinu. Samkvæmt lögreglu olli þjófnaðurinn umtalsverðu tjóni og flóði þar sem klósettið virkaði fullkomlega, áður en því var stolið. Bretland England Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
18 karata gullklósetti var stolið úr Blenheim-höllinni í Oxfordskíri í Bretlandi í gær. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um skilvirkni öryggiskerfi hallarinnar. Höllin er meðal annars fæðingarstaður Winstons Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Dominic Hare, framkvæmdastjóri Blenheim-hallarinnar, segir að þjófagengi hafi á skömmum tíma tekist að brjótast inn í höllina og flytja klósettið, sem er metið á allt að 750 milljónum íslenskra króna, á brott. Hare segir að þjófnaðurinn veki upp spurningar um hvort öryggiskerfi Blenheim-hallarinnar sé nógu skilvirkt og að farið verði ofan í kjölinn á því hvort eitthvað megi bæta í þeim efnum. Skapari klósettsins, listamaðurinn Mauritzio Cattelan segir af og frá að um brellu til þess að vekja athygli á verki hans sé að ræða. „Ég vildi óska þess að þetta væri hrekkur,“ hefur BBC eftir honum. „Þegar ég vaknaði við þessar fréttir hélt ég að þetta væri grín. Hver er nógu heimskur til þess að stela klósetti? Ég gleymdi því í smá stund að það er gert úr gulli,“ sagði Cattelan. Verkið, þ.e. klósettið, hlaut nafngiftina America og fór í sýningu í höllinni síðasta fimmtudag. Klósettið er hluti af stærri sýningu eftir Cattelan. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við þjófnaðinn á klósettinu og er nú í haldi lögreglunnar á svæðinu. Samkvæmt lögreglu olli þjófnaðurinn umtalsverðu tjóni og flóði þar sem klósettið virkaði fullkomlega, áður en því var stolið.
Bretland England Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira