„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2019 08:30 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Össur Skarphéðinsson kallar eftir viðbrögðum dómsmálaráðherra vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13