Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 21:39 Sam Gyimah er orðinn þingmaður Frjálslyndra Demókrata. Vísir/Getty Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01