Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 21:39 Sam Gyimah er orðinn þingmaður Frjálslyndra Demókrata. Vísir/Getty Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01