Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 22:53 Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina. Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi. Nýsjálenski leikarinn Manu Bennett er meðal þeirra erlendu gesta sem verða viðstaddir ráðstefnuna. Bennett er til dæmis þekktur fyrir hlutverk sitt sem skylmingakappinn Crixus í sjónvarpsþáttunum Spartacus og sem orkinn Azog í kvikmyndunum um Hobbitann.Reiknað með metaðsókn Þórgnýr Einar Albertsson tók stöðuna á ráðstefnunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi við gesti og Gísla Einarsson, framkvæmdarstjóra Nexus og einn stofnanda ráðstefnunnar. Gísli býst fastlega við því að fjölmennt verði þar núna um helgina. „Forsalan er helmingi meiri en í fyrra og við erum með þrisvar sinnum meira pláss. Getum tekið á móti fullt af fólki á morgun og hinn. Við vonumst eftir að það verði alveg metaðsókn,“ sagði Gísli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hvað er það sem trekkir að?„Þetta er í rauninni annað skiptið sem svona hátíð er haldin á Íslandi. Það hefur alltaf vantað í þessa menningu, að koma svona saman, sjá sölubása, fara á fyrirlestra, alls konar uppákomur, umræður, spila saman. Það er bara svo mikið að gera,“ bætti Gísli við.Stærra og fjölbreyttara en þær áttu von á Önnu Eir Pálsdóttur, gesti á Midgard-ráðstefnunni leist vel á dagskránna um helgina. „Það er miklu meiri fjölbreytileiki en ég átti von á og þetta er miklu stærra en ég átti von á.“ Inga Lilja Snorradóttir var sömuleiðis ánægð með ráðstefnuna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega geggjað. Ég hef aldrei séð svona marga með sama áhugamál og ég, þetta er bara geggjað.“ Á hátíðinni er fjöldi aðila saman kominn til að kynna ýmsar vörur og þjónustu. Þar á meðal er William Holm, prentari hjá Prusa, sem sýnir þar þrívíddarprentara og framleiðsluvörur þeirra á ráðstefnunni um helgina. Midgard-ráðstefnan mun standa fram á sunnudagskvöld og er þétt dagskrá alla helgina.
Kópavogur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira