Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-1 | Valur þarf að fresta Íslandsmeistarafögnuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2019 21:00 Valskonur fagna markinu sem var næstum búið að tryggja þeim Íslandsmeistaratitilinn. vísir/daníel Stórmeistarajafntefli á Kópavogsvelli var niðurstaðan en Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að tryggja Val Íslandsmeisraratitilinn með marki undir lok fyrri hálfleiks. Það var hins vegar á fimmtu mínútu uppbótartíma sem Heiðdís Lillýardóttir jafnaði metin og þar við sat. Valur með tveggja stiga forystu fyrir lokaumferðina. Gangur leiksins Þrátt fyrir að vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik þá voru Blikar samt 1-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Mark Fanndísar Friðriksdóttur á 40. mínútu munurinn þá en það var eina skot Vals á mark Blika í fyrri hálfleik. Blikar áttu mögulega átt að fá víti þegar Lillý Rut Hlynsdóttir virtist fara í Hildi Antonsdóttur innan vítateigs. Þá hefði mátt færa rök fyrir því að Hlín Eiríksdóttir hefði geta fengið rautt spjald þegar hún virtist fara með olnbogann, ásamt öllum skrokknum í Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Í síðari hálfleik sóttu Blikar og sóttu og stefndi í að Valur myndi fagna titlinum á Kópavogsvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir var hársbreidd frá því að tryggja Val titilinn en skot hennar úr miðjum vítateig Blika fór rétt framhjá og Blikar áttu enn von. Það virtist þó öll von úti þegar jöfnunarmarkið loks kom, á fimmtu mínútu uppbótartíma. Heiðdís Lillýardóttir stangaði knöttinn inn eftir hornspyrnu og Ívar Orri Kristjánsson flautaði til leiksloka um leið og Valur tók miðjuna. Lokatölur 1-1 og Blika eiga enn, veika, vona á að verða Íslandsmeistarar.Af hverju varð jafntefli? Það er í raun góð spurning. í raun erfitt að útskýra það sem Blikar voru miklu betri aðilinn en Valur hefði samt getað tryggt sér stigin þrjú ef Margrét Lára hefði nýtt færið sitt. Á endanum var það seiglan í Blikum sem skiluðu þessu stigi en þær áttu eflaust öll þrjú skilið. Hverjir stóðu upp úr?Sandra Sigurðardóttir var örugg í marki Vals í erfiðum aðstæðum. Þá var Guðný Árnadóttir flott í miðri vörn Vals. Hjá Blikum var Hildur Antonsdóttir frábær á miðjunni og þá verður að nefna Heiðdísi en hún jafnaði metin með frábærum skalla. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að skapa sér almennileg marktækifæri þrátt fyrir að vera meira með boltann. Þegar þær komust í ákjósanlegar stöður þá var síðasta sendingin eða skotið ekki nægilega gott. Val gekk illa að halda boltanum innan liðs en þeim er eflaust alveg sama um það þar sem titilinn er þeirra. Hvað gerist næst? Valur mætir Keflavík á Hlíðarenda en Keflavík féll úr Pepsi Max deildinni fyrr í dag. Jafntefli þar dugir til að landa titlinum. Breiðablika fer í Árbæinn og mætir Fylki.Pétur Pétursson þjálfar lið Valsvísir/báraPétur Pétursson: Komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var gefið upp„Það voru komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var búið að gefa upp en við tökum þessu, 1-1 og einn leikur eftir,“ sagði frekar súr Pétur Pétursson að loknu jafntefli Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við vörum í alla leiki til að vinna þá,“ sagði Pétur jafnframt um síðasta leik tímabilsins en Valur mætir þar nýföllnu liði Keflavíkur og þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Veðrið hafði sitt að segja fannst mér. Þetta var ekkert besti leikur sem hefur verið spilaður en hann var spennandi örugglega.“ Að lokum var Pétur aftur spurður hvort markmiðið í síðasta leik tímabilsins væri ekki frekar einfalt. „Ég ætla bara að minna fólk á það að þetta eru allt erfiðir leikir sem Valur spilar. Þetta er ekki svona auðvelt eins og flestir halda.Þorsteinn Halldórssonvísir/báraÞorsteinn Halldórsson: Dýrt að fá ekki víti í stöðunni 0-0 „Mér líður skringilega. Fannst við spila þennan leik ágætlega og er alls ekkert óánægður með leikinn heilt yfir. Mér fannst við eiga fá víti í fyrri hálfleik, fannst við betri í leiknum og sköpuðum okkur ágætis færi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflið gegn Val í kvöld. Blikar spiluðu erfiðan leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni, Þorsteinn var spurður út í hvort það hefði haft áhrif í dag. „Mér fannst það ekki. Fannst við heilt yfir vera betri en þær í leiknum. Valsliðið er gott lið en mér fannst við betri í dag.“ „Það verður ekkert mál. Við vinnum leikinn á laugardaginn og við ætlum áfram í Meistaradeildinni svo það verður ekkert mál,“ sagði Þorsteinn að lokum um hvernig það yrði að lyfta mannskapnum upp eftir úrslit kvöldsins.Blikar fagna jöfnunarmarkinuvísir/daníelHildur Antonsdóttir: Er bara ótrúlega pirruð satt að segja„Ég er bara ótrúlega pirruð satt að segja, mér fannst við miklu betri og fengum fullt af færum, áttum að fá víti og ég er mjög svekkt eftir þennan leik,“ sagði mjög svo hreinskilin Hildur Antonsdóttir eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks og Vals í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Já mér finnst þær báðar sparka í mig, eða þannig leið mér og svo skora þær í næstu sókn,“ sagði Hildur um téða vítaspyrnu sem Blikar vildu fá í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir stráði svo salti í sárin með því að skora strax í næstu sókn Vals. „Þetta er eins og í allt sumar, við eigum smá erfitt með að skora úr öllum þessum færum sem við erum að fá en við höldum bara áfram að gera okkar besta og reynum að skora fleiri í næsta leik,“ sagði Hildur að lokum aðspurð út í hvað hefði mögulega mátt betur fara í leik kvöldsins.Fanndís Friðriksdóttirvísir/daníelFanndís Friðriksdóttir: Skemmtilegra að klára þetta á heimavelli„Ég hélt við værum með þetta hérna í lokin, búin að rífa mig úr úlpunni og eitthvað en svo fengum við mark á okkur,“ sagði Fanndís um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Það var erfitt að koma hérna og spila. Mikill vindur og svona, svo ætli þetta hafi ekki bara verið sanngjarnt.“ „Já já en að fá fá mark á sig á síðustu sekúndunni er ákveðinn skellur,“ sagði Fanndís aðspurð hvort Valur tæki ekki stiginu en það þýðir að stig í síðasta leik tímabilsins tryggir þeim titilinn. „Held þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit og við segjum bara að það sé skemmtilegra að klára þetta á heimavelli um næstu helgi,“ sagði Fanndís kímin að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Stórmeistarajafntefli á Kópavogsvelli var niðurstaðan en Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að tryggja Val Íslandsmeisraratitilinn með marki undir lok fyrri hálfleiks. Það var hins vegar á fimmtu mínútu uppbótartíma sem Heiðdís Lillýardóttir jafnaði metin og þar við sat. Valur með tveggja stiga forystu fyrir lokaumferðina. Gangur leiksins Þrátt fyrir að vera mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik þá voru Blikar samt 1-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Mark Fanndísar Friðriksdóttur á 40. mínútu munurinn þá en það var eina skot Vals á mark Blika í fyrri hálfleik. Blikar áttu mögulega átt að fá víti þegar Lillý Rut Hlynsdóttir virtist fara í Hildi Antonsdóttur innan vítateigs. Þá hefði mátt færa rök fyrir því að Hlín Eiríksdóttir hefði geta fengið rautt spjald þegar hún virtist fara með olnbogann, ásamt öllum skrokknum í Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Í síðari hálfleik sóttu Blikar og sóttu og stefndi í að Valur myndi fagna titlinum á Kópavogsvelli. Margrét Lára Viðarsdóttir var hársbreidd frá því að tryggja Val titilinn en skot hennar úr miðjum vítateig Blika fór rétt framhjá og Blikar áttu enn von. Það virtist þó öll von úti þegar jöfnunarmarkið loks kom, á fimmtu mínútu uppbótartíma. Heiðdís Lillýardóttir stangaði knöttinn inn eftir hornspyrnu og Ívar Orri Kristjánsson flautaði til leiksloka um leið og Valur tók miðjuna. Lokatölur 1-1 og Blika eiga enn, veika, vona á að verða Íslandsmeistarar.Af hverju varð jafntefli? Það er í raun góð spurning. í raun erfitt að útskýra það sem Blikar voru miklu betri aðilinn en Valur hefði samt getað tryggt sér stigin þrjú ef Margrét Lára hefði nýtt færið sitt. Á endanum var það seiglan í Blikum sem skiluðu þessu stigi en þær áttu eflaust öll þrjú skilið. Hverjir stóðu upp úr?Sandra Sigurðardóttir var örugg í marki Vals í erfiðum aðstæðum. Þá var Guðný Árnadóttir flott í miðri vörn Vals. Hjá Blikum var Hildur Antonsdóttir frábær á miðjunni og þá verður að nefna Heiðdísi en hún jafnaði metin með frábærum skalla. Hvað gekk illa? Breiðablik gekk illa að skapa sér almennileg marktækifæri þrátt fyrir að vera meira með boltann. Þegar þær komust í ákjósanlegar stöður þá var síðasta sendingin eða skotið ekki nægilega gott. Val gekk illa að halda boltanum innan liðs en þeim er eflaust alveg sama um það þar sem titilinn er þeirra. Hvað gerist næst? Valur mætir Keflavík á Hlíðarenda en Keflavík féll úr Pepsi Max deildinni fyrr í dag. Jafntefli þar dugir til að landa titlinum. Breiðablika fer í Árbæinn og mætir Fylki.Pétur Pétursson þjálfar lið Valsvísir/báraPétur Pétursson: Komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var gefið upp„Það voru komnar 30 sekúndur fram yfir tímann sem var búið að gefa upp en við tökum þessu, 1-1 og einn leikur eftir,“ sagði frekar súr Pétur Pétursson að loknu jafntefli Vals og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við vörum í alla leiki til að vinna þá,“ sagði Pétur jafnframt um síðasta leik tímabilsins en Valur mætir þar nýföllnu liði Keflavíkur og þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Veðrið hafði sitt að segja fannst mér. Þetta var ekkert besti leikur sem hefur verið spilaður en hann var spennandi örugglega.“ Að lokum var Pétur aftur spurður hvort markmiðið í síðasta leik tímabilsins væri ekki frekar einfalt. „Ég ætla bara að minna fólk á það að þetta eru allt erfiðir leikir sem Valur spilar. Þetta er ekki svona auðvelt eins og flestir halda.Þorsteinn Halldórssonvísir/báraÞorsteinn Halldórsson: Dýrt að fá ekki víti í stöðunni 0-0 „Mér líður skringilega. Fannst við spila þennan leik ágætlega og er alls ekkert óánægður með leikinn heilt yfir. Mér fannst við eiga fá víti í fyrri hálfleik, fannst við betri í leiknum og sköpuðum okkur ágætis færi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflið gegn Val í kvöld. Blikar spiluðu erfiðan leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni, Þorsteinn var spurður út í hvort það hefði haft áhrif í dag. „Mér fannst það ekki. Fannst við heilt yfir vera betri en þær í leiknum. Valsliðið er gott lið en mér fannst við betri í dag.“ „Það verður ekkert mál. Við vinnum leikinn á laugardaginn og við ætlum áfram í Meistaradeildinni svo það verður ekkert mál,“ sagði Þorsteinn að lokum um hvernig það yrði að lyfta mannskapnum upp eftir úrslit kvöldsins.Blikar fagna jöfnunarmarkinuvísir/daníelHildur Antonsdóttir: Er bara ótrúlega pirruð satt að segja„Ég er bara ótrúlega pirruð satt að segja, mér fannst við miklu betri og fengum fullt af færum, áttum að fá víti og ég er mjög svekkt eftir þennan leik,“ sagði mjög svo hreinskilin Hildur Antonsdóttir eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks og Vals í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Já mér finnst þær báðar sparka í mig, eða þannig leið mér og svo skora þær í næstu sókn,“ sagði Hildur um téða vítaspyrnu sem Blikar vildu fá í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir stráði svo salti í sárin með því að skora strax í næstu sókn Vals. „Þetta er eins og í allt sumar, við eigum smá erfitt með að skora úr öllum þessum færum sem við erum að fá en við höldum bara áfram að gera okkar besta og reynum að skora fleiri í næsta leik,“ sagði Hildur að lokum aðspurð út í hvað hefði mögulega mátt betur fara í leik kvöldsins.Fanndís Friðriksdóttirvísir/daníelFanndís Friðriksdóttir: Skemmtilegra að klára þetta á heimavelli„Ég hélt við værum með þetta hérna í lokin, búin að rífa mig úr úlpunni og eitthvað en svo fengum við mark á okkur,“ sagði Fanndís um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Það var erfitt að koma hérna og spila. Mikill vindur og svona, svo ætli þetta hafi ekki bara verið sanngjarnt.“ „Já já en að fá fá mark á sig á síðustu sekúndunni er ákveðinn skellur,“ sagði Fanndís aðspurð hvort Valur tæki ekki stiginu en það þýðir að stig í síðasta leik tímabilsins tryggir þeim titilinn. „Held þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit og við segjum bara að það sé skemmtilegra að klára þetta á heimavelli um næstu helgi,“ sagði Fanndís kímin að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti