Fórust hér 600 hreindýrakálfar... Framhald Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. september 2019 14:00 Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Tengdar fréttir Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 6. september birti ég grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: „Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur?“. Greinin var mikið lesin, alla helgina, og fékk hún yfir 800 læk. Er þetta mikið gleðiefni, ekki sérstaklega fyrir undirritaðan, heldur fyrir málstaðinn; fyrir dýravernd og -velferð í landinu. Greinilega kom fram, að hér er fjöldinn allur af góðu fólki, sem skilur, að dýrin eru skyni gæddar verur, sem hafa tilfinningar og þarfir, eins og við, og verða að njóta réttinda og verndar, eins og við. Margir veiðimenn og aðrir - kannske hagsmunaaðilar - komu þó með athugasemdir og reyndu að gera lítið úr efni greinarinnar og gera tölur, útreikninga og framsetningu tortryggilegar. Ég vil, í þessu framhaldi, taka á því helzta af þessu: Áki Ármann Jónsson, sem um langt árabil var veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun, þar sem hann átti að gæta hagsmuna og velferðar dýranna, en sneri svo við blaðinu og gerðist formaður Skotvíss, félags veiðimanna, sagði m.a. þetta: „Engin gögn, og ég ítreka ENGIN GÖGN benda til þess að veiðar á hreindýrakúm í upphafi veiðitíma hafi neikvæð áhrif á lifun kálfa“. Sjálfur hef ég komizt yfir ýmis slík gögn - rannsóknir og niðurstöður - sem sýna og staðfesta, að dráp móður hefur veruleg áhrif á afkomumöguleika kálfa yfir vetur, auk þess, sem almenn skynsemi segir okkur það auðvitað líka: „Kálfur sem missir móður sína hefur minni lífslíkur að vetri þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjenneberg and Slagsvold (1968)). „Niðurstaðan var að munaðarleysingjar þrauki síður af í hörðum vetrum“ (Holand o.fl. (2012)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var að færri móðurlausir kálfar lifðu af, en þeir, sem móður áttu“ (Joly (2000)). „Það liggur fyrir að móðurlausir kálfar meðal hjarðdýra lenda neðst í goggunarröðinni“ (Giovengo and Waring (1991)). „Munaðarleysingjum sem eru lægstir í goggunarröðinni er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al.(1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis umfram mjólkurgjöf felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Allar þessar tilvitnanir sýna - það sem öllum má þó líka vera augljóst, sem eitthvað þekkja til spendýra -, að móðurmjólk, -umönnun og -leiðsögn við fæðuleit skiptir ungviðið afgerandi máli, og, að þeim mun lengur, sem kálfur nýtur móður sinnar, þeim mun betur stendur hann að vígi í lífsbaráttunni. Óskar nokkur Andri segir m.a. þetta: „Enn og aftur er Ole Anton og Jarðarvinir að skálda og fara frjálslega með staðreyndir“. Þessu til staðfestingar segir hann svo: „Ég er ágætlega lesinn og hef áhuga á málefnum er varða hreindýr. Vetrarstofn hreindýra er nú 5.500 dýr. Eftir að kálfar fæðast í maí telur stofninn um 7.000 dýr. Þetta þýðir að nýliðun er um 1.500 en ekki 2.800 eins og bullað er um í grein Antons“. Svar mitt við þessari gagnrýni var og er: Það er rétt hjá Óskari Andra, að vetrarstofninn er um 5.500 dýr, og það er líka rétt, að júní stofninn, eftir að kálfar eru fæddir, er um 7.000. Það er, hins vegar, rangt hjá Óskari Andra, að þetta þýði, að aðeins 1.500 kálfar hafi fæðst að vori, því um veturinn fórust um 600 kálfar, auk gamalla og veikra dýra, 400-500 dýr. Kálfar, sem fæðast að vori eru því 2.500 eða fleiri, og kálfar, sem farast, miðað við 21% dánartíðni Náttúrustofu Austurlands, 500-600. Menn verða að hugsa málin vel og reikna vel, áður en þeir tala um bull annarra. Stefán Brandur Jónsson talar um, að hreindýr séu innflutt tegund, sem ekki er hluti af íslenzkum dýrastofni, og, eigi þá, væntanlega, minni tilverurétt hér en önnur dýr. Það rétta í þessu máli er, að öll spendýr á Íslandi, líka kýr, hestar og kindur, eru innflutt; eini frumbyggi landsins er pólarrefurinn, sem kom hingað yfir á ísöld. Að lokum þetta: Í millitíðinni gerðist það, að Fagráð um velferð dýra tók undir sjónarmið og áskorun okkar í Jarðavinum um það, að hreindýrakýr yrðu ekki skotnar frá kálfum sínum fyrr en þeir væru minnst orðnir 3ja mánaða gamlir, nema, að sannað yrði, að dráp mæðranna fyrr ylli kálfum ekki tjóni. Meintur efi um þetta mál, hefur verið túlkaður veiðimönnum og þeirra veiðiþægindum í vil. Nú stendur Fagráðið með okkur í því, að þessi meinti efi, verði túlkaður kálfunum í vil. Er það gott mál og gleðilegt fyrir blessuð dýrin.
Fórust hér 600 hreindýrakálfar úr hungri og vosbúð síðasta vetur? Samkvæmt gagni með yfirskriftinni "Vetrarafkoma íslenskra hreindýrakálfa“, sem Náttúrustofa Austurlands (NA) sendi umhverfisráðherra 17. júlí sl., var meðaldánartíðni hreindýrakálfa, veturinn 2018-2019, 21%. 6. september 2019 10:00
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun