Breytt umhverfismat Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. september 2019 07:00 Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Umhverfismatsdagurinn fer fram í dag. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum heldur Skipulagsstofnun málþing þar sem sjónum verður beint að virkni umhverfismats fyrir náttúru og samfélag og umbótum á framkvæmd matsins. Með mati á umhverfisáhrifum fer fram mikilvæg greining á áhrifum framkvæmda á umhverfi og samfélag. Gert er ráð fyrir aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila en með því að tryggja virka aðkomu þeirra ætti að geta skapast meiri sátt um framkvæmdir, þó sumar verði alltaf umdeildar. Þessi aðkoma er einnig í samræmi við Árósasamninginn. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hefur nú verið unnin sérstök aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og hef ég m.a. falið Skipulagsstofnun að meta áhrif þátttöku almennings og félagasamtaka á ákvarðanatöku í skipulags- og framkvæmdaverkefnum hér á landi. Einnig hef ég falið stofnuninni að móta, þróa og gera tillögu að verklagi sem tryggir þátttöku almennings og félagasamtaka snemma í ferli ákvarðanatöku, bæði á skipulags- og framkvæmdastigi. Heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir. Núgildandi lög eru að meginstefnu til frá árinu 2000 og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Ráðuneytið lét vinna samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaríkja um mat á umhverfisáhrifum og sú greining mun nýtast starfshópnum sem skipaður var við endurskoðun laganna. Heildarendurskoðuninni er ætlað að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum og að tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins. Einnig þarf að skoða önnur lög, m.a. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana auk sérlöggjafar um leyfisskylda starfsemi. Með því að samþætta þá ferla sem framangreind lög tilgreina vona ég að hægt verði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku við mat á umhverfisáhrifum. Ég vonast einnig til að meiri sátt muni nást um það mikilvæga ferli sem mat á umhverfisáhrifum er og bæði náttúru- og umhverfisvernd eflist.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun