Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:14 SIlwan-hverfið í Austur-Jerúsalem þar sem möguleikar Palestínumanna til að byggja eru takmarkaðir. AP/Mahmoud Illean Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn. Ísrael Palestína Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn.
Ísrael Palestína Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira