Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 10:04 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Verjandi núverandi og fyrrverandi liðsmanna í hljómsveitinni Sigur Rós vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Liðsmenn sveitarinnar, þeir Georg Hólm, Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason, endurskoðandi sveitarinnar eru ákærðir fyrir um 150 milljón króna skattsvik. Í tilfelli Orra Páls endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld hans og greiddi hann 24,3 milljónir króna í álag. Samanlagt greiddu liðsmennirnir 80 milljónir króna í álag. Þegar Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður tónlistarmannanna, rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármanssonar gegn ríkinu. Vísaði Bjarnfreður til þess að mál liðsmanna Sigur Rósar hefði verið rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst.„Alveg galið og löngu úrelt“ Gagnrýndi verjandinn fyrirkomulag skattrannsókna á Íslandi þar sem einstaklingar fengju stöðu sakbornings, þeir væru yfirheyrðir og skipaður verjandi þrátt fyrir að skattrannsóknarstjóri hefði hvorki heimild til að leggja á álag vegna ógreiddra skatta né gefa út ákæru. Málin væru svo rannsökuð aftur í tvennu lagi, annars vegar hjá ríkisskattstjóra sem tæki eigin ákvörðun um möguleg brot og hins vegar hjá saksóknara þar sem einstaklingur gæti aftur fengið stöðu sakbornings. „Þetta er alveg galið og þetta er löngu, löngu úrelt,“ sagði Bjarnfreður. Fyrir utan óhagræðið fyrir alla aðila sagði Bjarnfreður að fyrirkomulagið ylli sakborningi og fjölskyldu hans andlegu álagi. „Það er illskiljanlegt að sama brot sé rannsakað hjá þremur stofnunum áður en það fer fyrir dómstóla,“ sagði verjandinn. Í nágrannaríkjum væri þessi háttur ekki hafður á. Benti Bjarnfreður á að íslenska ríkið hefði fengið á sig flesta áfellisdóma hjá mannréttindadómstólnum vegna brota á ákvæðinu um bann við endurtekinni málsmeðferð, jafnmarga og Rússland. „Verði ekki spyrnt við fótum tökum við brátt fram úr þeirri þjóð með sínu umdeilda rétttarkerfi,“ sagði hann.Hafnar því að málin séu sambærileg Ásmunda B. Baldursdóttir, saksóknari, hafnaði því að þrjú mál sem ríkið tapaði hjá Mannréttindadómstóli Evrópu væru sambærileg við mál liðsmanna Sigur Rósar. Dómarnir sýndu að málsmeðferð í skattrannsóknum á Íslandi brytu ekki gegn ákvæði mannréttindadómstólsins ef þau uppfylltu ákveðin skilyrði. Þar á meðal þyrftu mál sem er rekin á ólíkum stöðum að vera samþætt í efni og tíma þannig að þau mynduðu samfellda heild, málsmeðferð þurfi að vera fyrirsjáanleg og taka þurfi tillit til viðurlaga sem þegar hafi komið til í máli. Sagðist Ásmunda telja að málsmeðferðin í máli liðsmanna Sigur Rósar uppfyllti skilyrðin. Viðurlög hjá skattstjóra hafi verið fyrirsjáanleg sem úrræði vegna skattabrota á Íslandi, ákærða hafi verið tilkynnt á öllum stigum um í hvaða farveg það færi og tekið væri tillit til álags á skatta við ákvörðun refsingar í sakamálinu. Í þeim málum sem ríkið hefði tapað í Evrópu hafi sakamál ýmist verið höfðað löngu eftir að meðferð skattayfirvalda lauk eða þau hafi staðið yfir margfalt lengur en mál Orra Páls sem saksóknarinn viðurkenndi engu að síður að hefði tekið langan tíma í meðferð.Fréttin hefur verið uppfærð með málflutningi saksóknara. Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Þrátt fyrir að kvarnast hafi úr sveitinni af ýmsum sökum, baráttu við skattinn og fleira, munu tveir eftirstandandi meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram. 13. júní 2019 15:00 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Verjandi núverandi og fyrrverandi liðsmanna í hljómsveitinni Sigur Rós vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Liðsmenn sveitarinnar, þeir Georg Hólm, Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason, endurskoðandi sveitarinnar eru ákærðir fyrir um 150 milljón króna skattsvik. Í tilfelli Orra Páls endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld hans og greiddi hann 24,3 milljónir króna í álag. Samanlagt greiddu liðsmennirnir 80 milljónir króna í álag. Þegar Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður tónlistarmannanna, rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármanssonar gegn ríkinu. Vísaði Bjarnfreður til þess að mál liðsmanna Sigur Rósar hefði verið rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst.„Alveg galið og löngu úrelt“ Gagnrýndi verjandinn fyrirkomulag skattrannsókna á Íslandi þar sem einstaklingar fengju stöðu sakbornings, þeir væru yfirheyrðir og skipaður verjandi þrátt fyrir að skattrannsóknarstjóri hefði hvorki heimild til að leggja á álag vegna ógreiddra skatta né gefa út ákæru. Málin væru svo rannsökuð aftur í tvennu lagi, annars vegar hjá ríkisskattstjóra sem tæki eigin ákvörðun um möguleg brot og hins vegar hjá saksóknara þar sem einstaklingur gæti aftur fengið stöðu sakbornings. „Þetta er alveg galið og þetta er löngu, löngu úrelt,“ sagði Bjarnfreður. Fyrir utan óhagræðið fyrir alla aðila sagði Bjarnfreður að fyrirkomulagið ylli sakborningi og fjölskyldu hans andlegu álagi. „Það er illskiljanlegt að sama brot sé rannsakað hjá þremur stofnunum áður en það fer fyrir dómstóla,“ sagði verjandinn. Í nágrannaríkjum væri þessi háttur ekki hafður á. Benti Bjarnfreður á að íslenska ríkið hefði fengið á sig flesta áfellisdóma hjá mannréttindadómstólnum vegna brota á ákvæðinu um bann við endurtekinni málsmeðferð, jafnmarga og Rússland. „Verði ekki spyrnt við fótum tökum við brátt fram úr þeirri þjóð með sínu umdeilda rétttarkerfi,“ sagði hann.Hafnar því að málin séu sambærileg Ásmunda B. Baldursdóttir, saksóknari, hafnaði því að þrjú mál sem ríkið tapaði hjá Mannréttindadómstóli Evrópu væru sambærileg við mál liðsmanna Sigur Rósar. Dómarnir sýndu að málsmeðferð í skattrannsóknum á Íslandi brytu ekki gegn ákvæði mannréttindadómstólsins ef þau uppfylltu ákveðin skilyrði. Þar á meðal þyrftu mál sem er rekin á ólíkum stöðum að vera samþætt í efni og tíma þannig að þau mynduðu samfellda heild, málsmeðferð þurfi að vera fyrirsjáanleg og taka þurfi tillit til viðurlaga sem þegar hafi komið til í máli. Sagðist Ásmunda telja að málsmeðferðin í máli liðsmanna Sigur Rósar uppfyllti skilyrðin. Viðurlög hjá skattstjóra hafi verið fyrirsjáanleg sem úrræði vegna skattabrota á Íslandi, ákærða hafi verið tilkynnt á öllum stigum um í hvaða farveg það færi og tekið væri tillit til álags á skatta við ákvörðun refsingar í sakamálinu. Í þeim málum sem ríkið hefði tapað í Evrópu hafi sakamál ýmist verið höfðað löngu eftir að meðferð skattayfirvalda lauk eða þau hafi staðið yfir margfalt lengur en mál Orra Páls sem saksóknarinn viðurkenndi engu að síður að hefði tekið langan tíma í meðferð.Fréttin hefur verið uppfærð með málflutningi saksóknara.
Dómsmál Sigur Rós Tengdar fréttir Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Þrátt fyrir að kvarnast hafi úr sveitinni af ýmsum sökum, baráttu við skattinn og fleira, munu tveir eftirstandandi meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram. 13. júní 2019 15:00 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Þrátt fyrir að kvarnast hafi úr sveitinni af ýmsum sökum, baráttu við skattinn og fleira, munu tveir eftirstandandi meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram. 13. júní 2019 15:00
Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42
Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15