Rósa bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan knattspyrnuferil að baki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 09:18 Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru miklir andstæðingar í pólitík. Vísir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019 Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna gefur lítið fyrir ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem rætt var við þingmenn um nýja sætaskipan. Rósa Björk bendir Brynjari á að hún eigi reyndar glæstan fótboltaferil að baki og gæti því vel rætt knattspyrnu í þingsal. Brynjar sagði í samtali við Fréttablaðið, inntur eftir viðbrögðum við nýjum sætisfélögum í þingsal, að hann myndi geta rætt knattspyrnu við Willum Þór Þórsson þingmann Frammsóknarflokksins, enda væru þeir „einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland“, að þeirra mati. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ sagði Brynjar um hinn sætisfélaga sinn, áðurnefnda Rósu Björk, og taldi raunar nær útilokað að hann myndi spjalla við hana um nokkuð annað en pólitísk deilumál Rósa Björk tók í sama streng og kvaðst hafa ansi lítið til að tala um við Brynjar. Hún tjáir sig frekar um sætaskipanina og ummæli Brynjars á Twitter-reikningi sínum nú í morgun en af því má ráða að þau Brynjar eigi knattspyrnuáhugann sameiginlegan þrátt fyrir allt. Rósa Björk virðist þó ekki á því að ræða fótboltann, eða nokkuð annað, við Brynjar. „BN [Brynjar Níelsson] ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu,“ skrifar Rósa Björk og deilir frétt Fréttablaðsins um sætaskipanina með færslunni. „En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..https://t.co/cQaYJ2ySLc— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 12, 2019
Alþingi Tengdar fréttir Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Brynjar Níelsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru sammála um að litlar líkur séu á miklum samræðum þeirra á milli í þingsal. Þau verða sessunautar á á komandi þingvetri. Birgir Ármannsson hlakkar til sambýlis við Ingu Sæland. 12. september 2019 06:15