Meiri stuðningur við sjálfstæði Skotlands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. september 2019 09:00 Skoskir sjálfstæðissinnar mótmæltu í Edinborg. Þessi hundur er óhress með fyrirætlanir Boris. Nordicphotos/Getty Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira