Schengensamningurinn óraunhæfur Friðrik Daníelsson skrifar 12. september 2019 07:00 Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar