Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“ Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. Það væru skýr skilaboð um óskir kjósenda um að hverfa frá þeim „kyrrstöðusáttmála“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi varið í sinni ræðu. „Það eru óskir um að frjálslynd öfl á miðjunni fái meiri áhrif til þess að byggja framfarasókn á grundvelli víðsýni og frjálslyndis. Og þetta eru óskir sem við hlustum á,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún vísaði til nokkurra þátta þar sem ríkisstjórnin hefði ekki verið að standa sig sem skyldi og sagði það ástæðuna fyrir auknu fylgi Viðreisnar. Vinstri grænir hefðu lofað stærstu umbótum í heilbrigðismálum sem hafi nokkru sinni verið gefin en lítið hafi ræst úr því. Þvert á móti. Ríkisstjórnin væri of veik til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum. Hún væri í besta falli umgjörð um óbreytt ástand og sækti ekkert fram. Þá sagði Þorgerður að þó forsætisráðherra kallaði eftir samstæði um auðlindaákvæði í stjórnarskrá vildi hún stjórnarskrárákvæði sem segði ekkert umfram það sem almenn lög hafi lengi mælt fyrir um. „Það felst ábyrgð í því að vera manneskja. Og það er ábyrgð að vera manneskja í stjórnmálum. Þess vegna er það ábyrgðarleysi að sitja í ríkisstjórn sem velur kyrrstöðu. Því kyrrstaðan er ekki mótvægi við öfgar og afturhald, hvað þá að hún sé hreyfiafl fyrir mennskuna til framtíðar,“ sagði Þorgerður.Haga sér eins og siðað fólk Jón Steindór Valdimarsson sagði síðasta starfsár þingsins vera á margan hátt sögulegt og erfitt fyrir ásýnd og virðingu Alþingis. Hann ítrekaði að hann væri að tala um Klaustursmálið og önnur mál sem hefi komið til kasta siðanefndar Alþingis en ekki síður umræður. „…eða ætti ég frekar að segja endalaust þvarg og rugl um þriðja orkupakkann,“ sagði Jón. Hann sagði þingmönnum hafa tekist að sýna á sér hlið sem kasti rýrð á þau mikilvægu störf sem unnin væru á Alþingi og grafið undan nauðsynlegu trausti. Hryggðarmynd, sem enginn eigi að sætta sig við, hefði blasið við landsmönnum. Þá vísaði Jón í þrjár ræður sem hann heyrði á þingsetningunni í gær. Þar er um að ræða ræður Bjargar Magnúsdóttur, Kristins Friðriks Friðfinnssonar og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta. Þær þrjár hefðu verið til áminningar um að þingmenn ættu að rifja upp hvaða erindi þeir eiga í pólitík. Þeir ættu að takast á um markmið og leiðir en í sama mund haga sér „eins og siðuðu fólki sæmir“. „Hugsum um þjóðarhag en sinnum ekki eigin hégóma.“
Alþingi Tengdar fréttir „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55