„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni og sakaði hann Katrínu um að nálgast loftslagsmál á rangan hátt og mikið væri af rangfærslum í umræðunni um loftslagsmál að hans mati. Þannig sagði Sigmundur að ekki væri hægt að halda því fram að fellibyljum hafi fjölgað. Það eina sem hafi breyst sé að meiri byggð sé nú en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir séu tíðir. „Ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði,“ sagði Sigmundur. Sagði hann að honum þætti sem sótt væri hart að íslenskum landbúnaði með aðgerðum í loftslagsmálum. Í því samhengi varaði hann einnig við því að draga úr hömlum á innflutning á fersku kjöti. Þá gagnrýndi hann, að öfugt við það sem lofað hafi verið, virðist að mati Sigmundar sem ríkisstjórnin hyggist flækja skattkerfið fremur en að einfalda það. Þá beindi Sigmundur spjótum sínum bæði að Framsóknarflokknum sem sé að hans mati hlutlaus þátttakandi í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið ýmislegt yfir sig ganga sem ekki samræmist stefnu flokksins. Þannig sé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að reyna að innleiða „marxískt heilbrigðiskerfi“ sem leitt hafi af sér tvöfalt heilbrigðiskerfi, allt á vakt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni og sakaði hann Katrínu um að nálgast loftslagsmál á rangan hátt og mikið væri af rangfærslum í umræðunni um loftslagsmál að hans mati. Þannig sagði Sigmundur að ekki væri hægt að halda því fram að fellibyljum hafi fjölgað. Það eina sem hafi breyst sé að meiri byggð sé nú en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir séu tíðir. „Ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði,“ sagði Sigmundur. Sagði hann að honum þætti sem sótt væri hart að íslenskum landbúnaði með aðgerðum í loftslagsmálum. Í því samhengi varaði hann einnig við því að draga úr hömlum á innflutning á fersku kjöti. Þá gagnrýndi hann, að öfugt við það sem lofað hafi verið, virðist að mati Sigmundar sem ríkisstjórnin hyggist flækja skattkerfið fremur en að einfalda það. Þá beindi Sigmundur spjótum sínum bæði að Framsóknarflokknum sem sé að hans mati hlutlaus þátttakandi í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið ýmislegt yfir sig ganga sem ekki samræmist stefnu flokksins. Þannig sé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að reyna að innleiða „marxískt heilbrigðiskerfi“ sem leitt hafi af sér tvöfalt heilbrigðiskerfi, allt á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira