Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 15:38 Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. nóvember. Vísir/EPA Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu. Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47