Formannsdagar Jóns á enda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. september 2019 07:15 Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. Fréttablaðið/Anton Brink Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira