Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:07 Bolton hefur verið einn helsti harðlínumaður í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann varð ekki langlífur í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent